Umheimur 2016

... Ég hafði ráðgert að segja ítarlega frá ráðstefnunni og því
sem þar kom fram en í ljósi hryðjuverkaárasarinnar í Istanbul um
helgina þar sem 39 létu lífið og 154 særðust
illa, læt ég, að sinni alla vega, sitja við það eitt
að leggja áherslu á að upp úr hverjum einasta manni á
ráðstefnunni - og þarna voru margir helstu forystmenn Kúrda - stóð
stuðningur við friðsamlegar lausnir .... Sama fólkið og sat
ráðstefnuna, altént skoðansystkini þess, bræður og systur í
friðarandanum, er nú hneppt í fangelsisfjötra. Þetta kemur ofan á
fjöldafangelsanir Kúrda á undanförnum mánuðum. Áróður tyrknesku
stjórnarinnar gengur nú allur út á setja alla Kúrda undir sama
hatt. Einn morðingi úr þeirra röðum og þá skulu þeir allir
morðingjar heita ...
Lesa meira

... Kannski er sú kenning rétt að Donald Trump hafi unnið vegna
þess að meintir gáfumenn hafi sagt hann vera fordómafullan og
illgjarnan. Og þar á ofan fífl. Undan því hafi mest sviðið.
Kjósendur sem hafi talið sig eiga samleið með honum í skoðunum að
einhverju eða öllu leyti, hafi tekið slíkri gagnrýni sem árás á sig
og látið þykkjuna síðan ráða í lokuðum kjörklefanum. En engum sagt
frá. Að sjálfsögðu ekki. Maður segir ekki upphátt að maður styðji
fífl. Maður gæti þá hæglega verið álitinn fífl sjálfur. En einmitt
þess vegna hafi allar skoðanakannanir gefið ranga mynd
...
Lesa meira

FEBRÚAR 1933. Kveikt í þinghúsinu í Berlín. Hitler var þá
nýorðinn kanslari og nasistar fjölmennasti þingflokkurinn með rúm
33% atkvæða á bak við sig. Heldur hafði dregið úr fylginu og völdin
ótrygg. Eftir þinghúsbrunann varð valdstjórnarbrautin hins vegar
greiðfær, með lagabreytingum og ofsóknum á hendur "óvinum
ríkisins". JÚLÍ 016. Herinn reynir valdarán í Tyrklandi
...
Lesa meira

... Nú berast fréttir af því að þessir fangar hafi verið
fluttir til meginlandsins og Öcalan settur í
algera einangrun. Fær enginn leyfi til að hafa við hann samband og
hafa stðuningsmenn hans og fjölskylda af þessu þungar áhyggjur ...
Kúrdar eru byrjaðir að svara fyrir sig með árásum á tyrkneskar
hersöðvar og urðu þær kveikjan að mótmælunum í Tyrklandi sem voru
látin heita mótmæli gegn hryðjuverkum Kúrda! Viðurstyggielg
flétta Erdogans er með öðrum orðum að ganga upp! ...
Sammtímis öllu þessu berast fyrrgreindar fréttir frá Imrali eyju.
Það er ástæða til að baráttufólk fyrir mannréttindum
fylgist vel með ...
Lesa meira
Birtist í DV 08.01.16.
... Í öllum
tilvikum eru gerendur ofbeldisins fjarri okkur landfræðilega en
ekki er þar með sagt að við getum firrt okkur ábyrgð. Á
vandamálum stríðshrjáðs heims eru ekki alltaf til einfaldar lausnir
en þær eru þó til oftar en margir vilja vera láta. Ef allir
horfðu í eigin barm og tækju á þeim hluta vandans sem er að finna
heima fyrir má ætla að við byrjuðum á því að þokast fram á
við ... Og varðandi hinar einföldu lausnir sem vikið var
að í upphafi, þá rúmast þær undir regnhlífinni lýðræði. Það
er umhugsunarvert að lausnir stórveldanna á taflborði sýrlenskra
valdastjórnmála, svo nærtækasta dæmið sé notað, snúast aldrei
um þetta hugtak heldur ...
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Nú leita að liðlegum manni
sem á lýðinn vill óheft herja
Trúfestu hann sýni og sanni
og liðsinni Samherja.
Nú birtir yfir borginni okkar
bráðum kemur vorið hlýtt
Sjórinn tær og sveitin lokkar
og sumarið blómum prýtt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum