BERLÍN 1933 - ANKARA 2016

FEBRÚAR 1933. Kveikt í þinghúsinu í Berlín. Hitler var þá nýorðinn kanslari og nasistar fjölmennasti þingflokkurinn með rúm 33% atkvæða á bak við sig. Heldur hafði dregið úr fylginu og völdin ótrygg. Eftir þinghúsbrunann varð valdstjórnarbrautin hins vegar greiðfær, með lagabreytingum og ofsóknum á hendur "óvinum ríkisins".
JÚLÍ 2016. Herinn reynir valdarán í Tyrklandi. Ofsóknir höfðu
staðið gegn minnihlutahópum, útgöngubann víða við lýði, fangelsanir
og lögsóknir gegn pólitískum andstðingum, þingmenn nutu ekki lengur
þinghelgi. Tök forsetans voru mikil en þó nokkur brögð að því að
áfrýjunar dómstóll vísaði málum frá vegna skorts á sönnunargögnum.
Eftir valdaránstilraun voru 6000 fangelsanir á örskotsstundu, þar
af helmingur úr hernum og helmingur úr dómskerfi landsins. Á
dómsmálaráðherranum er að skilja að hreinsanir séu rétt að byrja.
"Við munum útrýma veirunni sem... hefur heltekið ríkið,"
segir forsetinn.
Spurningum sem enn er ósvarað:
Að undirlagi hvers var kveikt í ráðhúsinu í Berlín árið
1933?
Að undirlagi hvers var valdaránstilraunin í Tyrklandi árið
2016?
Svörin skipta ekki höfuðmáli hvað framvinduna áhrærir. Uppreisnin
er "eins og guðsgjöf" segir Erdogan Tyrklandsforseti. Ekki
veit ég hvort Guð hafi komið upp í huga Hitlers Þýskalandskanslara
eftir ráðhúsbrunann í Berlín. En líkt og Erdogan Tyrklandsfoseti
vissi hann hvernig mátti nýta atburðaráðsina. Það vissi líka George
W. Bush, forseti Bandaríkjanna, eftir árásina á Tvíbuarturnana í
New York ellefta september árið 2001.
Það þarf að passa upp á mannréttindin. Það er ekki hægt að ganga að
þeim sem vísum!