Umheimur 2017

... Deila má um hve skynsamlegt er að banna fundahald af þessu
tagi, bæði má deila um það af prinsippástæðum en einnig praktískum,
því með þessu móti má ætla að áform Erdogans gangi betur upp:
"Það er verið að ofsækja Tyrki, nú er þörf á samstöðu. Stöndum
saman, styðjum Erdogan." Þetta er háskalegur og ljótur leikur
og minnir á hve mikilvægt það er að samfélög heimsins hugsi sinn
gang og ræði það af alvöru hvernig við stöndum best vörð um gildi
mannréttinda- og lýðræðis. Sú umræða er mjög aðkallandi. En hún
þarf engu að síður að...
Lesa meira
Í morgunþátt þeirra Heimis og Gulla, Í Bítið á
Bylgjunni, var mér boðið að ræða ferð sem ég tók þátt
í ásamt tíu öðrum einstaklingum til Tyrklands í síðustu viku til að
grafast fyrir um stöðu mannréttindamála þar í landi.
Slóð á samtal okkar er að finna hér ...
Lesa meira

... Í dag héldum við ásamt lögfræðingum HDP til borgarinnar
Edirne í Þrakíu. Í fangelsi rétt utan við borgina er fangelsaður
einn helsti leiðtogi HDP, Demirtas að nafni, og vildum við ná tali
af hinum fangelsaða þingmanni. Því var neitað og efndum við þá til
fréttamannafundar utan við hliðið að fangelsinu - en nærri því
máttum við ekki koma ... Ég á eftir að greina ítarlega frá þessari
ferð hér á heimasíðunni en þakklátur er ég Morgunblaðinu að sýna
þessari för áhuga en á síðum þess blaðs hefur undanfarna daga verið
greint frá því sem á dagana hefur drifið ... Á myndinni hér að ofan
er ég ásamt Jonathan Steele, gamalreyndum og margverðlaunuðum
fréttamanni breska stórblaðsins Guardians, fyrir utan
fangelsið í Edirne ...
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum