Beint á leiđarkerfi vefsins

Umheimur

16. Apríl 2005

ORĐ SKIPTA MÁLI – EKKI SÍST ÚR MUNNI FRÉTTAMANNA

Mary Robinson, fyrrum forseti Írlands og mannréttindafulltrúi Sameinuđu ţjóđanna, flutti erindi á hátíđ í tilefni 75 ára afmćlis Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Ágćtu erindi hennar hafa veriđ gerđ góđ skil í fjölmiđlum, m.a. í Morgunblađinu undir fyrirsögninni Orđin sem viđ notum skipta máli. Í erindi sínu gaf Robinson dćmi af áhrifamćtti orđanna og hvernig senda mćtti táknrćn skilabođ međ fáum orđum.

Ţetta varđ mér umhugsunarefni sem reyndar stundum fyrr. Í hádegisfréttum RÚV í dag var rćtt um tvo áhrifamenn úr liđi Bush Bandaríkjaforseta og afstöđu ţeirra til Sameinuđu ţjóđanna, annars vegar Johns Boltons nýútnefnds sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuđu ţjóđunum og Condoleezzu Rice utanríkisráđherra. Okkur var sagt ađ John Bolton hefđi gagnrýnt SŢ harđlega og Condoleezza Rice vildi umbćtur hjá ţessum sameiginlegu samtökum jarđarbúa. En nú fór ég ađ hugsa um orđin. Er rétt ađ segja ađ John Bolton hafi gagnrýnt Sameinuđu ţjóđirnir, vćri ekki nćr ađ segja ađ hann hafi ráđist á SŢ eđa hvađ kalla menn yfirlýsingu á borđ viđ ţessa:

" Ţađ er ekkert til sem kalla má hinar Sameinuđu ţjóđir. Ţađ er vissulega til alţjóđasamfélag sem stundum lýtur leiđsögn eina raunverulega stórveldisins í heiminum, Bandaríkjunum, ţađ er ađ segja, ţegar ţađ ţjónar hagsmunum okkar  og ţegar okkur tekst ađ fá ađra til ađ fylgja okkur...Árangur okkar í Flóastríđinu var ekki vegna ţess ađ Sameinuđu ţjóđirnar hefđu skyndilega skilađ árangri. Ţetta var vegna ţess ađ Bandaríkin, fyrir tilstilli Bush forseta, sýndu hverju forysta á heimsvísu, myndun bandalaga og diplómatísk sambönd geta  fengiđ áorkađ...Ţegar Bandaríkin stýra ţá fylgja Sameinuđu ţjóđirnar á eftir. Ţegar ţađ ţjónar hagsmunum okkar ađ hafa ţennan hátt á ţá gerum viđ ţađ."  

Textinn á ensku er svohljóđandi: "There is no United Nations. There is an international community that occasionally can be led by the only real power left in the world, and that is the United States, when it suits our interest, and when we can get others to go along . . . The success of the United Nations during the Gulf War was not because the United Nations had suddenly become successful. It was because the United States, through President Bush, demonstrated what international leadership, international coalition building, international diplomacy is really all about . . . When the United States leads, the United Nations will follow. When it suits our interest to do, we will do so. When it does not suit our interest we will not." (Speaking at Global Structures Convocation, Washington, D.C., February 1994).

Condoleezza Rice hefur tekiđ undir međ John Bolton enda í hópi harđvítugustu hćgri hauka Bushstjórnarinnar og er ţá nokkuđ mikiđ sagt. Ţegar stjórnmálamađur talar um umbćtur efast ég ekki um ađ hann telur tillögur sínar til bóta. Ţćr tillögur sem hér eru til umrćđu eru hins vegar mjög umdeildar og tel ég ţćr til dćmis vera afar neikvćđar. Ekki geri ég ţó ţćr kröfur til fréttastofu RÚV ađ fréttir af hugmyndum Condoleezzu Rice verđi orđađar sem niđurrifstilllögur, ţótt sjálfum fyndist mér ţađ réttnefni.  Ég á hins vegar erfitt međ ađ taka ţví ađ ţćr séu kallađ umbótatillögur. Ţađ er gildishlađiđ hugtak. Gćtu menn sćst á ađ tala um breytingatillögur bandaríska utanríkisráđherrans, ađ hún vildi gera breytingar á stjórnskipulagi og vinnulagi SŢ? Ţar međ vćri gildismati útrýmt úr orđalaginu.

Samkvćmt mínum skilningi vill Condoleeza Rice breyta Sameinuđu ţjóđunum. Ég myndi hins vegar aldrei skrifa upp á ađ tillögur hennar vćru umbótatillögur. Hún má sjálf vísa í ţćr međ ţví orđalagi mín vegna. Ţađ eiga fréttastofur hins vegar ekki ađ gera ađ mínu mati.

Í ţessu sambandi minnist ég blađagreinar sem Richard Perle einn af haukum Bush skrifađi fyrir fáeinum misserum í breska blađiđ Guardian undir fyrirsögninni, Thank God for the death of the United Nations, Ţökk sé guđi fyrir endalok SŢ. Var ţetta einn af gagnrýnendum Sameinuđu ţjóđanna í hópi međ John Bolton eđa var hann ef til vill ađ tala máli umbótasinna á borđ viđ Codoleezzu Rice, utanríkisráđherra Bandaríkjanna?


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  

12. September 2018

HAG-FRĆĐINGAR TIL LIĐS VIĐ SA

Kjararáðið kepptist við,
k
aupið hækka toppa.
Fjögur prósent fáið þið,
flóðið viljum stoppa.
Kári

23. Ágúst 2018

MEIRIPOKA-MENN HANNESAR

Meiri pokann margur vó,
Mammons trú þeir játa.
Í minni pokann mega þó,
menn við dauða láta.
Kári

21. Júlí 2018

TIL HAMINGJU!

Nú sjötugur ´ann segist vera
og sennilega er rétt
En ellina mega ýmsir bera
Ögmundur gerir það létt.
...
Pétur Hraunfjörð

19. Júlí 2018

Á AFMĆLISDEGI ÖGMUNDAR

Árin jarðnesk aldrei tel,
endar víst með tapi.
Innri maður yngist vel,
oft að sama skapi.
Kári

15. Júlí 2018

HUGSAĐ TIL VINAR

Brátt áratugina sérðu sjö
samt gefurðu lítið eftir
Ævikvöld eignist eflaust tvö
Þar ekkert ykkur heftir!!
...
Pétur Hraunfjörð

21. Júní 2018

NÚ ÁHUGI MINN ALLUR FÓR

Nú áhugi minn allur fór
er af leið var haldið
Katrín valdi auðvalds-kór
og kaus Íhaldið.
...
Pétur Hraunfjörð

17. Júní 2018

Í FRAMHALDI AF OLÍFUVIĐAR-GREIN

Í framhaldi af grein þinni um Ólífuviðargrein þá er vert að rifja upp ferð Apolli 11 til tunglsins í júlí 1969. Merki ferðarinnar (Mission Emblem) var hannað af geimförunum sjálfum. Þeir komu upp með þá hugmynd að nota ameríska örninn og tunglferjan sjálf var kölluð "Eagle". Í lokafasa hönnunarferlisinu þótti geimförunum útlit arnarins vera of ...
Sveinn V. Ólafsson

7. Júní 2018

„SKILAR SÉR MEST TIL ŢEIRRA STĆRSTU"

Við sjáum lekinn ljótan
Þar lítið var um þref
gjaldlítinn gaf ´ún kvótann
ei Lilju fyrirgef.
Pétur Hraunfjörð


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

10. Apríl 2018

Hrafn Magnússon skrifar: LEIFTURSÓKN FRÁ HĆGRI

Fyrir nokkru las ég bók Þorleifs Óskarssonar, sagnfræðings, um SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu. Félagið hét reyndar SFR, starfsmannafélag ríkisstofnana, þegar ég gegndi framkvæmdastjórastörfum fyrir félagið á árunum 1973 til 1975. Bókin kom út í apríl á liðnu ári og er heiti hennar  „Saga baráttu og sigra í sjötíu ár". Bók Þorleifs er afar fróðleg og prýdd mörgum myndum. Ég hefði talið ákjósanlegt að nafnalisti væri aftast í bókinni, en tilvísanir, heimildir og myndaskrá eru hins vegar til fyrirmyndar.  Þá eru viðtölin við ýmsa fyrrverandi og núverandi forystumenn félagsins upplýsandi og gefa fyllri mynd af starfsemi SFR. Við lestur bókarinnar sakna ég þó þess að ekki sé getið um ...

13. Mars 2018

Jón Karl Stefánsson skrifar: VARĐANDI NEIKVĆĐA UMFJÖLLUN UM VANESSU BEELEY OG TIM ANDERSON

Eins og við mátti búast vakti fyrirlestur Vanessu Beeley ásamt útgáfu bókar Tim Andersons, Stríðið gegn Sýrlandi, sterk viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Einnig var viðbúið að viðbrögðin í neikvæðu áttina væru ekki efnisleg, heldur beint gegn persónum höfundar og þeirra sem buðu Vanessu til Íslands. Það er rétt að svara bæði þeirri gagnrýni sem komið hefur upp og einnig að lýsa stuttlega því sem kemur fram í bók Tims Andersons og einnig því sem ekki kemur fram þar, um tilgang útgáfunnar og þætti þýðenda í þessu öll saman. Bók Tims Andersons er mjög ítarleg, hvað heimildavinnu varðar. Þeir sem vilja ...

Slóđin mín:

Umheimur

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta