Beint á leiđarkerfi vefsins

Umheimur

29. Ágúst 2007

EN HVAĐ FINNST HÖFUNDI REYKJAVÍKURBRÉFS UM ŢENNAN MANN?


Reykjavíkurbréf Morgunblađsins um síđastliđna helgi er athyglisvert. Ţađ fjallar um stjórnarhćtti í Rússlandi og ţá sérstaklega undir Pútín núverandi  Rússlandsforseta. Spurt er hvort í fćđingu sé fasískt ríki í Rússíá. Greining Reykjavíkurbréfs á ástandinu í Rússlandi virđist mér vera trúverđug.

Greining Reykjavíkurbréfs Morgunblađsins

Ţar segir: "Fall Sovétríkjanna var heimsviđburđur. Ţeir, sem lengi höfđu fylgzt međ á vettvangi alţjóđamála gátu ekki séđ fyrir sér, ađ veldi kommúnista í Sovétríkjunum hryndi til grunna. Ţađ gerđist hins vegar innan frá. Yeltsín varđ hetjan. En í stjórnartíđ Yeltsíns gerđist tvennt: Nokkrir einstaklingar náđu undir sig helztu auđćfum rússnesku ţjóđarinnar í krafti svonefndrar einkavćđingar, sem bandarískir sérfrćđingar hjálpuđu til viđ ađ koma á og stjórnleysi varđ algjört.
Ţegar horft er á ţróun mála utan frá hefur Pútín unniđ ađ tvennu; annars vegar ađ ná aftur ţeim auđćfum, sem bćđi rússnesku ólígarkarnir og vestrćn stórfyrirtćki náđu undir sig og hins vegar ađ koma festu á stjórn ţessa víđfeđma lands. Forsetanum hefur tekizt ađ koma ólígörkunum á kné. Ţeir eru ekki lengur ţađ afl, sem ţeir voru í Rússlandi. Honum hefur líka tekizt ađ ná rússneskum auđlindum úr höndum vestrćnna stórfyrirtćkja međ ţví ađ setja ţeim afarkosti. Og loks hefur hann komiđ á einhvers konar festu í stjórnarháttum.
En hvernig hefur hann gert ţađ?
Frá sjónarhóli Garrí Kasparovs, sem dvaliđ hefur hér á landi síđustu daga í fríi međ íslenzkum vinum sínum, hefur Pútín gert ţetta međ ţví ađ gera Rússland ađ mafíuríki."
Og rússneska mafían og vestrćn fyrirtćki hagnast á velvildarbandalagi ţeirra í millum segir Kasparov.

Hverjir hugsa einsog Pútín?

En ég spyr, hverjir ađrir skyldu tala pólitískt tungumál Pútíns Rússlandsforseti, sem vel ađ merkja var fyrr á tíđ yfirmađur KGB í Austur- Ţýksalandi? (Hverju bjuggust menn eiginlega viđ af slíkum manni međ hliđsjón af ferli hans?). Sá mađur sem helst sver sig í pólitíska ćtt viđ Pútín er ađ sjálfsögđu George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sonur Bush fyrrum forseta og yfirmanns CIA, bandarísku leyniţjónustunnar. Bush núverandi forseti á sem kunnugt er í heilögu stríđi gegn hryđjuverkaöflum heimsins, les: Öllum ţeim sem ógna hagsmunum Bandaríkjanna, les aftur, bandarískra auđhringa og hernađarhagsmuna. Einnig hann hefur gripiđ til fasískra vinnubragđa. Í baráttunni gegn "andstćđingnum" er allt leyfilegt: Ađ hlera og njósna, fangelsa án dóms og laga (sbr.Patriot Act), stunda mannrán og beita pyntingum. Undir hans stjórn var kjarnorkuvopnakapphlaupiđ ađ nýju sett á fullan skriđ (sbr. uppsögn ABM samningsins) og sérstök krafa sett fram um ađ Bandaríkin yrđu ćtíđ undanţegin hvers kyns ákćrum um stríđsglćpi! Í stjórnunarstöđur í bandaríska utanríkisráđuneytinu í valdatíđ Bush hafa veriđ settir til áhrifa ofstćkismenn og má nefna ţar ófá dćmi, John Bolton var t.d. gerđur ađ sendirherra hjá SŢ, mađur sem hatađist út í ţá stofnun og í utanríkisráđuneytiđ menn á borđ viđ Richard Perle sem "ţakkađi Guđi fyrir dauđa Sameinuđu ţjóđanna", "Thank God for the death of the UN." í grein í bresku stórblađi á međan hann enn var innsti koppur í búri í bandaríska utanríkisráđuneytinu. (Sjá tilvísanir ađ neđan)

Bandarískur fasismi

Listinn er óendanlegur. Spyrja má hvort Morgunblađiđ hafi kynnt sér stefnuskrá New American Century, samtakanna sem allir helstu stuđningsmenn Bush forseta áttu hlut ađ undir síđustu aldamót. Ef ţetta voru/eru ekki fasísk samtök ţá veit ég ekki hvađ fasismi er og ţá ekki heldur neitt um sagnfrćđi. Ţó var reynt ađ kenna mér hana í nokkur ár viđ háskólann í Edinborg á öldinni sem leiđ. Ţar las ég m.a. um fasisma á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar, ađferđafrćđi Hitlers og félaga. Ég ţykist skilja mćta vel spurningar og vangaveltur Morgunblađsins sem fram koma í eftirfarandi klausu úr fyrr ívitnuđu Reykjavíkurbréfi:

Adolf og nútíminn – hvernig verđur spurt?

"Sú var tíđin, ađ forystumenn lýđrćđisríkja á Vesturlöndum sóttu Adolf Hitler heim en ţegar upp var stađiđ kom í ljós, ađ glćpamađur hafđi setiđ í stól kanslara Ţýzkalands. Er hugsanlegt ađ framtíđin eigi eftir ađ leiđa í ljós, ađ Kasparov hafi haft rétt fyrir sér? Ađ Rússlandi sé í raun stjórnađ af mafíu gamalla KGB-manna og stuđningsmanna ţeirra? Ţađ er ekki hćgt ađ útiloka ţađ."
Nú spyr ég hvort einhvern tímann verđi sagt: "Sú var tíđin ađ Íslendingar gengu á eftir ţví viđ bandarísk stjórnvöld ađ verja Ísland, en ţegar upp var stađiđ kom í ljós ađ pólitískir glćpamenn fóru ţá međ völdin í Bandaríkjunum." 
 
Sjá nánast ótrúleg ummćli Johns Boltons HÉR og HÉR
Sjá einnig hér tilvísan í New American Century HÉR og  HÉR
Sjá einnig HÉR og HÉR og HÉR


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

15. Apríl 2018

SITT SÝNIST HVERJUM

Ögmundur minn kæri. Ég hefi nú um langt skeið ekki tjáð mig varðandi mál líðandi stundar. Ég get þó ekki orða bundist hversu harkalega öfl innan VG fara gegn Katrínu okkar Jakobsdóttur. Mér finnst helv hart hversu sú er við tók af þér og ég veitti brautargengi á sínum tíma fer grimmilega fram gegn okkar frábæra formanni og kann ég henni litlar þakkir fyrir. Auðvitað stöndum við öll gegn beitingu vopnavalds og ég tala nú ekki um beitingu efnavopna, en mér finnst aðallega vera mesti hávaðinn eftir að Trump og co fóru fram og eyðilögðu efnavopnaverksmiðjurnar, þessi háværu mótmæli voru ekki mjög svo í frammi þegar Rússar og stjórnvöld í Sýrlandi voru að berja á þjóðinni. ...
Óskar K Guðmundsson fisksali

14. Apríl 2018

UTANRÍKIS-NEFND ALŢINGIS TAKI AF SKARIĐ

Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og núverandi fréttaskýrandi RÚV, segir í fréttum að samkvæmt foringja NATÓ styðji Ísland árásirnar á Sýrland, það standi þar til annað verði sagt. Um þetta hlýtur utanríkismálanefnd Alþingis að greiða atkvæði þegar hún kemur saman eftir helgi - eða hvað?
Jóel A.

14. Apríl 2018

LÍĐUR STRAX BETUR EN SPYR SAMT HVORT ENGIN TAKMÖRK SÉU FYRIR RUGLINU

Mér líður strax betur eftir að hlusta á fréttir RÚV og Stöðvar 2 af árásunum á Sýrland.Trump skýrði fyrir okkur hvers vegna árásirnar voru nauðsynlegar og síðan komu Guðlaugur utanríkisráherra og Katrín forsætisráðherra og sögðust hafa skilning á árásinni, hún  hefði verið "víðbúin", sagði forsætisráherra. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra mætti svo í fréttir til að segja að engin stórhætta væri á ferðum, árásarþjóðirnar ætluðu ekki að fara að blanda sér í átökin í Sýrlandi, það hefði aldrei verið vilji til þess af þeirra hálfu!!! En herskipin halda áfram að safnast við Sýrlandsstrendur og Trump segir að Bandaríkjamenn séu tilbúnir að halda árásum áfram. Hann talar fyrir hönd ríkis sem tekið hefur þátt í stríðinu og ausið milljörðum til stðunings leppherjum sínum ... Eru engin takmörk fyrir ruglinu? ...
Jóhannes Gr. Jónsson

11. Apríl 2018

TIL UPPRIFJUNAR

Var fyrst núna að hlýða á viðtalið á Kjarnanum í kjölfar fundarins við V. Beeley. Verð að segja að ég dáist að þolinmæði þinni, æðruleysi og staðfestu gagnvart þessum blessuðum, að mér finnst ófaglegum frétta-gösprurum. Ég sá að Z.Brzezinski lést í maí síðastliðnum, vissi það ekki. Set þessa þýðingu á viðtali við hann á Le Nouvel Observateur 1998 þar sem hann viðurkennir að stuðningurinn við Mujahiddin hófst 1/2 ári fyrir innrás Sovétríkjanna inn í Afganistan. Við hæfi að ...
Ari Tryggvason

7. Apríl 2018

ÉG ER Í LIĐI GUĐS, ŢÚ SATANS

Egill Helgason hefur farið mikinn um fréttaflutning frá Sýrlandi síðustu daga. Hann komst að því eftir að reyndur blaðamaður sendi honum ábendingu að þeir sem ekki eru sama sinnis og almennt gerist skapi vísvitandi upplýsingaóreiðu svo réttsýnir menn missi sjónar á veruleikanum og glati trú á réttum málstað ...Það eru margar sjálfstæðar heimildir til að véfengja túlkun hernaðarvelda vesturlanda um Sýrlandsstríðið. Viðbrögð þeirra Egils og Boga um að veröldin sé ekkert flóknari en Nató-línan gefur í besta falli til kynna ...
Árni V.

7. Apríl 2018

EINHVER ÚR NĆR-UMHVERFINU, GEOGRAFÍSKU EĐA ANDLEGU

Veistu eftir hverjum þetta er haft? Þakka þér svo fyrir góða grein. "...að háskalegt væri að rugla fólk í ríminu með tali af þessu tagi; almenningur gæti hætt að trúa alþjóðlegum fréttamiðlum ef bátnum væri ruggað um of og vísað var í enn aðra „sérfræðinga" sem sögðu að ekkert alvörufólk tæki Vanessu Beeley alvarlega,..."
Ari Tryggvason

6. Apríl 2018

BĆTA KJÖR SÍN UMFRAM ALMENNING

Bættu kjör sín ansi bratt
á botninum hinir frjósa
Og líklega er það líka satt
að bráðlega skuli kjósa.
...
Pétur Hraunfjörð

27. Mars 2018

GEGN PÓLITÍSKUM RÉTTTRÚNAĐI

... Hlustaði á viðtalið þitt á Harmageddon og kom mér skemmtilega á óvart að einhver málsmetandi á Íslandi sé fær um að sjá í gegnum málatilbúnað USA og UK í Sýrlandi. Það sem ég hef þó meiri áhuga á hér úr þessu viðtali er að þú bendir á það að Nató hafi gefið Tyrkjum grænt ljós á hertar aðgerðir gegn Kúrdum. Þar sem við erum hluti af Nató að þá höfum við nú látið óátalin morð á væntanlega hundruðum ef ekki þúsundum Kúrda. Ekki orð um það frá Utanríkisráðuneyti Íslands. Nú hins vegar er búið að draga okkur á asnaeyrunum inn í kalt stríð við Rússa og þar eru ...
Bjarki Ágústsson

13. Mars 2018

ISS BLÓMSTRAR, VALT GENGI VG, OG UM ŢINGMANNAKĆK

Já víst er lánið ósköp valt
í Vinstri/Grænum hlakkar
En undurfljótt mun anda kalt
og útúr þessu bakkar.
....
Pétur Hraunfjörð.

25. Febrúar 2018

ASSGOTI ...

Assgoti er allt hér rotið
almenningur grætur
Með pólitíska flokka potið
og langleguafætur!
Pétur Hraunfjörð


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

10. Apríl 2018

Hrafn Magnússon skrifar: LEIFTURSÓKN FRÁ HĆGRI

Fyrir nokkru las ég bók Þorleifs Óskarssonar, sagnfræðings, um SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu. Félagið hét reyndar SFR, starfsmannafélag ríkisstofnana, þegar ég gegndi framkvæmdastjórastörfum fyrir félagið á árunum 1973 til 1975. Bókin kom út í apríl á liðnu ári og er heiti hennar  „Saga baráttu og sigra í sjötíu ár". Bók Þorleifs er afar fróðleg og prýdd mörgum myndum. Ég hefði talið ákjósanlegt að nafnalisti væri aftast í bókinni, en tilvísanir, heimildir og myndaskrá eru hins vegar til fyrirmyndar.  Þá eru viðtölin við ýmsa fyrrverandi og núverandi forystumenn félagsins upplýsandi og gefa fyllri mynd af starfsemi SFR. Við lestur bókarinnar sakna ég þó þess að ekki sé getið um ...

13. Mars 2018

Jón Karl Stefánsson skrifar: VARĐANDI NEIKVĆĐA UMFJÖLLUN UM VANESSU BEELEY OG TIM ANDERSON

Eins og við mátti búast vakti fyrirlestur Vanessu Beeley ásamt útgáfu bókar Tim Andersons, Stríðið gegn Sýrlandi, sterk viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Einnig var viðbúið að viðbrögðin í neikvæðu áttina væru ekki efnisleg, heldur beint gegn persónum höfundar og þeirra sem buðu Vanessu til Íslands. Það er rétt að svara bæði þeirri gagnrýni sem komið hefur upp og einnig að lýsa stuttlega því sem kemur fram í bók Tims Andersons og einnig því sem ekki kemur fram þar, um tilgang útgáfunnar og þætti þýðenda í þessu öll saman. Bók Tims Andersons er mjög ítarleg, hvað heimildavinnu varðar. Þeir sem vilja ...

3. Febrúar 2018

Einar Ólafsson skrifar: ŢEGAR NÝJA MARKIĐ SÁ DAGSINS LJÓS

Takk Ögmundur fyrir frumkvæði þitt að fundinum í dag. Það var mjög athyglisvert að hlusta á Zoe Konstantopoulou. Þegar hún var að tala um Evrópusambandið og evruna kom mér í hug klausa úr gamalli norskri skáldsögu (gamalli eða ekki, hún kom út á æskuárum okkar). Einn merkasti rithöfundur Norðmanna eftir Ibsen og Hamsun var Jens Bjørneboe, lítt þekktur hér. Merkasta bók hans, að mér finnst, kom út árið 1966, Frihetens øyeblikk. Þorsteinn bróðir minn gaf mér hana í jólagjöf árið 1970. Eftir að ég las hana var ég ekki samur maður. Ég byrjaði að þýða hana ...

Slóđin mín:

Umheimur

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta