Umhverfi 2006

HVERS VEGNA ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU UM STÓRIÐJUSTEFNUNA?

Birtist í Morgunblaðinu 18.02.06.
...Uppbygging stóriðju hefur yfirskyggt allt annað í atvinnustefnu stjórnvalda á undanförnum árum. Æ fleiri telja brýnt að gera grundvallarbreytingar á þeirri stefnu, svo að leggja megi grunn að uppbyggingu og framförum í íslensku samfélagi á traustum og varanlegum forsendum. Atvinnulíf verður að hvíla á sjálfbærum grunni eigi uppbygging þess að standast til langframa. Reynsla seinustu ára sýnir að þróttmikil nýsköpun í atvinnulífi og lítil og meðalstór fyrirtæki hafa mesta vaxtarmöguleika, skapa flest störf og skila þjóðarbúinu mestu. Með því að styðja slíka atvinnuþróun má auka útflutningstekjur þjóðarinnar og stuðla að hagvexti án þess að gengið sé á höfuðstól náttúrunnar. Fjölmargar ástæður renna stoðum undir þá hugmynd að frekari framvinda stóriðjustefnu og tilheyrandi bygging stórvirkjana verði ráðin í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu sem allir atkvæðisbærir landsmenn geti tekið þátt í. Einmitt nú eru slík tímamót að... Lesa meira

“HOW DO YOU LIKE DYSNES?”


Þessari spurningu, hvað finnst ykkur um Dysnes, beindi einn fundarmanna að forstjóra Alcoa á fundi á Akureyri um síðustu mánaðamót ( sbr. Fréttir NFS 1.feb. sl.) Fundurinn var fyrsti kynningarfundur samráðsnefndar um álver á Norðurlandi. Engin svör fengust á fundinum en í fréttum af honum kom fram að Alcoa hygðist bíða enn í nokkrar vikur áður en yfirlýsing yrði gefin út um hvort þeir hafi áhuga á norðlensku álveri og þá hvort það muni rísa í Skagafirði, við Húsavík eða á Dysnesi við Eyjafjörð.
Næsta sem gerist í málinu er að svæðisútvarp Norðurlands upplýsir...Einhver nýlendubragur þykir mér yfir þessu. Það hentar Alcoa betur að fá Íslendingana til New York til að hlýða á boðskap sinn heldur en ómaka sjálfa sig á því að ferðast til Íslands. Í fréttatíma RÚV sama dag er “nýlendufréttin” síðan áréttuð: “Alcoa ákveður 1. mars hvort og þá hvar verður haldið áfram með undirbúning að byggingu álvers á Norðurlandi. Verkefnastjórn hefur verið boðuð til fundar í New York nefndan dag og þá verður tekin... Lesa meira

MORGUNBLAÐIÐ: SANNFÆRING EÐA TVÍSKINNUNGUR?

Í pistli hér á síðunni í gær lauk ég lofsorði á Staksteinahöfund Morgunblaðsins fyrir ágæta hugvekju frá síðasta sunnudegi. Ekki er efni til að endurtaka lof og prís vegna Staksteinapistils frá í dag. Umræðuefnið er andstaða Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs við stjórnarfrumvarp, sem auðveldar Valgerði álráðherra og félögum hennar í ríkisstjórn að veita heimildir til að rannsaka virkjunarkosti svo svara megi orkuþörf þeirra stóriðjufyrirtækja sem lokkuð hafa verið til landsins með kostaboðum um lágt orkuverð og þæg og undirgefin stjórnvöld...Annars vegar er um að ræða meirihluta, sem getur keyrt sitt í gegn í krafti yfirburðastöðu sinnar, hins vegar er það minnihluti sem reynir að breyta gangi mála. Morgunblaðið segist sammála minnihlutanum í þessu máli, Vinstrihreyfingunni grænu framboði, en biður flokkinn jafnframt um að þegja. Hvað segir þetta okkur um sannfæringu Morgunblaðsins í þessu máli? Mér finnst þessi afstaða jaðra við tvískinnung. Staksteinahöfundur staldrar ekki við til að spyrja hvers vegna alþingismaður flytji vandaða og tilfinningaþrungna ræða í fimm klukkustundir. Staksteinahöfundur gerir þetta að umræðuefni, að því er virðist, til þess eins að ...

Lesa meira

DAGUR ÁN SAMFYLKINGARINNAR Á ALÞINGI

Á Alþingi í dag var til umræðu frumvarp ríkisstjórnarinnar um rannsóknir á auðlindum í jörðu. Þetta er hitamál sem Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur beitt sér mjög gegn en iðnaðarráðherra hefur að sama skapi hamast fyrir samþykkt þess. Ágreiningurinn snýst um eftirfarandi grundvallaratriði: Ráðherrann vill fá heimild til að úthluta rannsóknarleyfum til virkjunarþyrstra orkufyrirtækja en VG vill á hinn bóginn að nú verði stopp sett á frekari áform í þágu erlendra álfyrirtækja sem bíða í röðum eftir að fá að versla við lítilþægustu ríkisstjórn í Evrópu ... Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs er því vanur að standa náttúruvaktina einn innan veggja Alþingis - það gerðum við í Kárahnjúkadeilunni og í deilunni um Þjórsárver - og verður svo í þessu máli. Dagurinn var eins og flestir dagar að mörgu leyti ágætur - en hann varð án Samfylkingarinnar þegar á hann leið og nú ...

Lesa meira

BÓKUN ÁLFHEIÐAR

Getur verið að fjölmiðlar hafi ekki almennilega kveikt á perunni, nefnilega að Álfheiður Ingadóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í stjórn Landsvirkjunar, greiddi ein atkvæði gegn tillögu um að hafnar skyldu viðræður við Alcan um orkusölu til stækkunar álversins í Straumsvík í 460 þúsund tonna framleiðslu á ári? Sannast sagna kann ég ekki aðra skýringu á sinnuleysi þeirra um afstöðu fulltrúa VG í Landsvirkjun. Ef til vill horfir þetta til bóta því í dag sendi þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs frá sér ályktun um "stækkunarviðræðurnar" ásamt bókun Álfheiðar Ingadóttur, en bókun hennar er svohljóðandi... Lesa meira

TELUR LANDSVIRKJUN LÝÐRÆÐIÐ VERA TIL TRAFALA?

...Friðrik Sophusson gerði því skóna í útvarpsviðtalinu í morgun að þetta skýrði viðsnúning Samfylkingarinnar varðandi Norðlingaölduveitu. Í útvarpsviðtalinu sagði hann að ástæða þess að meirihlutinn í Reykjavík snérist nú gegn þessari framkvæmd sé ótvíræður vilji borgarbúa í þessum efnum. Orðrétt sagði forstjóri Landsvirkjunar: "...þessi niðurstaða borgarinnar og þá sérstaklega meirihlutans sýnir að það eru kosningar í nánd og að það eru að koma prófkjör..."  Ef þetta er rétt, þá bið ég um ...Reyndar er sérkennilegt að fylgjast með tungutaki þeirra Landsvirkjunarmanna þessa dagana. Nú er allri umræðu um virkjanir og orkumál snúið upp í þröngt fyrirtækjatal. Það eru sagðir "óeðlilegir hagsmunaárekstarar" að sami aðili, þ.e. Reykjavíkurborg...

Lesa meira

ERTU AÐ VERÐA NÁTTÚRULAUS?

...Ég lái ekki þáttastjórnanda í Kastljósi fyrir að þakka ráðherra fyrir komuna og reyna að ljúka þættinum, eða var það ef til vill eftir yfirlýsingar hennar um hve æskilegir vinnustaðir álver væru fyrir æsku landsins í framtíðnni, sem þáttastjórnandinn ákvað að slíta samtalinu? Synd að Valgerður Sverrisdóttir, náttúruverndarsinninn að eigin sögn, skyldi ekki vera á tónleikunum í kvöld. Ég held að það væri æskilegt að ráðherrar tækju til umfjöllunar á að minnsta kosti einum ríkisstjórnarfundi spurninguna um hvort verið gæti að ríkisstjórnin sé á góðri leið með að verða náttúrulaus. Sennilega væri þó markvissara að spurt yrði hvort ríkisstjórnin væri að... Lesa meira

Frá lesendum

,,HERINN BURT‘‘

Herinn sig hafði burt
hann er kominn aftur
Verður víst um kurt 
sá vandræða raftur.

Vinstri græn virðast nú
vera á undanhaldinu
því leiðitöm og liðleg frú
er liðhlaupi hjá Íhaldinu.

Hörmuleg er andskotans hítin

hér borga eigum íhaldsskítinn
um þetta yrki
lokunarstyrki
er ríkistjórnin eitthvað skrítin?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HÆGRI KRATAR VINSTRA MEGIN VIÐ VG?

Smáfrétt var nýlaga laumað út um að 21 ma mundi Pentagon verja í fyrsta áfanga stríðsundirbúnings á Vellinum. IAV strax valið í 6 ma verk- hlutann, aftur mætt í hermangið. VG er afar lúpulegt í meðvirkni sinni. Mjög er fyndin vöktun umhverfis þeirra, sem látast ekki sjá, að blásið er nú í herlúður af kjarnorkutröllum. Blástur úr beljurassi er áhyggjuefnið. Svo illa er komið fyrir eldri málefna- skrá VG að vandséð er, á hvaða grunni það appírat stendur nú. Svo langt er gengið að VG blasir við sem tannlaust viðrini, reikult sem ...
Nonni

Lesa meira

STARFSLOKAFRUMVARP VONT FYRIR VINNUSTAÐINN

Algerlega er ég sammála þér Ögmundur að með afnámi 70-ára starfslokareglu hjá ríki og sveitarfélögum er verið að gera vinnustöðum, stjórnendum þar og vinnuandanum illt með þessu frumvarpi sem þú vísar í hér á síðunni. Þetta er vanhugsað. Ég þekki þetta af eigin raun sem stjórnandi á vinnustað sem er umhugað um góðan starfsanda.
Forstöðumður 

Lesa meira

MÓÐIR REIÐIST RÍKISSTJÓRN

Í morgun hlustaði ég á forsætisráðherrann tala í útvarpi um afstöðu ríkisstjórnarinnar til sóttvarnaraðgerða. Henni fannst allt vera rétt gert. Allt bara tilmæli, ekki bönn. En það eru ekki einu sinni tilmæli til þeirra sem reka viðbjóðslega spilakassa um að loka þeim. Aðstandendur spilafíkla hafa þó grátbeðið um að “góðgerðafélögin” verði skikkuð til að loka. Nei, aldeilis ekki! Ríkisstjórnin hefur meira að segja fyrir því að breyta reglum frá í vor til að undanskilja spilakassaútgerðina timælum sínum. Ég á dóttur sem þessir kassar hafa eyðilagt. Þess vegna vil ég tala tæpitungulaust við ykkur sem stjórna hér. Í mínum augum eruð þið vesalingar.
Móðir spilafíkils

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Egill Einarsson skrifar: ÞANKAR Í FRAMHALDI AF SKRIFUM UM KNÚNINGSVÉL KAPÍTALISMANS

Gott dæmi um það sem fram kemur í greinnni er áform um byggingu verksmiðju hér á lamdi til að fanga 10 millj. tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og framleiða úr honum 300 þús. tonn af umhverfisvænu eldsneyti. Þessi fjárfesting upp á 140 milljarða kr. á að skila arði en hvernig? Með því að selja til aðila sem fá frádrátt frá sköttum með því að nota umhverfisvænt eldsneyti. En er þetta umhverfinu í hag? Koltvísýringurinn sem er fangaður er losaður aftur út í andrúmsloftið við bruna. Sem sagt núll ávinningur. Kemur þetta í veg fyrir ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: JOE BIDEN OPINSKÁR UM SÝRLANDSSTRÍÐIÐ

Nýr forseti sýnist hafa tryggt sér völd í Bandaríkjunum. Joe Biden var varaforseti BNA í stjórnartíð Baracks Obama. Af þessu tilefni er vert að rifja upp eitt atvik í afskiptum hans af utanríkismálum frá 2014. Nánar tiltekið fólust þau í greiningu á stríðinu í Sýrlandi sem ollu fjaðrafoki og móðguðu nokkra helstu bandamenn BNA í Miðausturlöndum. Joe Biden var ákafur og áhrifamikill stuðningsmaður innrásar í Írak 2003. En Íraksstríðið varð ...

Lesa meira

Kári skrifar: NOKKUR ORÐ UM AUÐLINDAMÁLIN

Í Fréttablaðinu birtist þann 29. október síðastliðinn grein eftir Þorstein Pálsson, fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Greinin nefnist „Brexitáhrifin á Íslandi“. Þar ræðir hann Evrópumálin og Brexit. Greinin gleður eflaust hjörtu þeirra sem vilja afsala sér fullveldi Íslands og taka við sem flestum tilskipunum og reglugerðum frá ESB. Um það má segja að fólk hefur auðvitað frelsi til þess að hafa þá skoðun ...

Lesa meira

Grímur skrifar: BAKKABÖLIÐ VERÐUR BÆTT !

Bakkakrísan frá 2018 sem leiddi til stórstrands 2020 er mörgum áfall. En böl má bæta, enda er framkomið nýstofnað HER/ÓP hf, frumkvöðull. Ónothæft kísilver stendur ókeypis til boða á Bakka, dýrt tengt rafkerfi og mikið landrými, allt ókeypis og einkafnot af Bakkagöngum fylgja ásamt opinberum stofnstyrkjum. Afar LÍFRÆN ræktun á valmúa í 50 ha gróðurhúsum á ónýttum iðnaðarlóðum á Bakka er nýtt plan HER/ÓP HF með aðstoð séfræðinga frá Afganistan og víðar frá erlendis. HER/ÓP HF hyggst umbreyta ónýtu kísilveri í úrvinnslustöð á valmúa- afurðum. Könnun leiðir í ljós að ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ ER ÞJÓÐAREIGN?

Meðal athugasemda sem komið hafa frá Feneyjarnefndinni, um fikt stjórnvalda við stjórnarskrána, er skilgreining á hugtakinu þjóðareign. Þar er bæði átt við skilgreiningu á hugtakinu sjálfu sem og tengsl þess við annan eignarrétt. Þetta eru réttmætar athugasemdir enda ljóst að skýr skilgreining hugtaksins er forsenda þess að þjóðareign njóti lögverndar. Reikul skilgreining býður þeirri hættu heim að dómarar beiti orðhengilshætti við túlkun hugtaksins og þykist ekki skilja það. Það er hins vegar reginvilla sumra lögfræðinga að hugtakið þjóðareign sé merkingarlaust. Árin fyrir hrunið var áberandi að fjölmiðlar og fleiri ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar