ÞRJÁR SPURNINGAR SIGURÐAR – ÞEIM VERÐUR AÐ SVARA !
18.03.2007
Í bréfi Sigurðar Bjarnasonar til heimasíðunnar er spurt þriggja grundvallarspurninga. Í fyrsta lagi telur Sigurður að með stækkun álversins væri Hafnarfjörður að loka fyrir þróun byggðar sem teldi 20 til 30 þúsund manns og "fórna strandlengjunni og hraununum suður á bóginn fyrir álverið." Og Sigurður spyr: Hvers vegna "tapa þróunarsamkeppni byggðarlaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir Gunnari Birgissyni?" Í öðru lagi spyr Sigurður hvort ekki hafi verið settar reglur um hámarksgreiðslur stjórnmálaflokkanna í kosningaáróður? "Hvernig má það þá vera að auðhringurinn fær að sáldra um sig gullinu eins og ekkert sé?" Í þriðja lagi spyr Sigurður um lýðræðið.: "Er það lýðræði að sá sem efnir til atkvæðagreiðslunnar það er meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar komist upp með að hafa ekki skoðun? Hvernig liti það út ef Sjálftæðisflokkurinn nú í aðdraganda kosninganna hefði ekki skoðun og segði: Ég ætla að sjá útkomuna úr kosningunum; þá segi ég ykkur hvað ég á að gera.