Landspítali - Háskólasjúkrahús var á fyrstu sex mánuðum ársins rekinn með "methalla" er okkur sagt í sérstakri tilkynningu frá samtökum atvinnurekenda.
Afleitt er þegar læknar og hjúkrunarfólk ruglar saman starfi sínu innan heilbrigðiskerfisins annars vegar og löngun til að græða peninga í bisniss hins vegar.
Í gær ritaði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, útvarpsstjóra opið bréf (sjá hér að neðan) og mótmælti því að Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, væri látin ráða því að hún fengi ein að koma fram í Kastljósi en Steingrímur hins vegar útilokaður að hennar kröfu.
Að undanförnu hefur farið fram talsverð umræða um aðkomu Íslendinga að friðargæslustörfum. Eins og kunnugt er olli það talsverðum deilum þegar íslenskir friðargæsluliðar voru sendir til Afganistans til starfa í tengslum við Bandaríkjaher og NATÓ.
Æpandi er orðin þögn ríkisstjórnarinnar um þá ákvörðun Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra, að halda leyndu frá Alþingi upplýsingum um greinargerð Gríms Björnssonar, jarðvísindamannas, sem ráðherra fékk í hendur í febrúar árið 2002.
Aðkoma stjórnvalda að Kárahnjúkavirkjun tekur á sig sífellt dekkri mynd. Að vísu hefur löngum verið ljóst að allar rannsóknir og kannanir af hálfu ríkisstjórnarinnar voru til málamynda.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra opnaði fyrir umræðu um stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar með yfirlýsingum sínum í fjölmiðlum eftir för sína inn á fórnarlönd Alcoa við Kárahnjúka í boði Ómars Ragnarssonar nú um helgina.