TILLAGA UM EFNAHAGSÚRRÆÐI: RÍKISSTJÓRNIN SEGI AF SÉR
18.12.2005
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kom fram í fjölmiðlum í dag að skýra frá því að ríkisstjórnin væri að íhuga með hvaða hætti væri hægt að koma í veg fyrir að íslensk tæknifyrirtæki flyttu úr landi, en sem kunnugt er skýra forsvarsmenn þeirra nú frá því hver á fætur öðrum að fyrirtækin séu nauðbeygð til að flytja starfsemi sína af landi brott.