13.12.2011
Ögmundur Jónasson
Kæri Ögmundur ..... Ég þakka þér hjartanlega fyrir að neita að útlendingum sé selt land á Íslandi, nánar tiltekið fyrirtæki sem Kínverjinn Huang Nubo er „aðal eigandinn" að! Ég er ekki einn sem þakka þér, mikill meirihluti allrar þjóðarinnar gerir það, að ótöldum niðjum vorum um ókomna framtíð! . Eftir allt er andi Einars Þveræings á meðal vor, í hjarta þínu góði, hugrakki og manndómsríki Ögmundur, svo heilbrigðir Íslendingar geta sofið værar héðan í frá en hingað til! . Þeir sem vilja selja útlendingum hvað sem er á Íslandi svo lengi að hægt sé að græða pening um stundarsakir, er illa innrætt og ruglað fólk, svo baráttan er áreiðanlega ekki á enda, hún verður víst að eilífu! Þetta misvitra fólk ruglar fjárfestingu við sölu föðurlandsins og arfleifð þjóðarinnar, sem má auðvitað ekki eiga sér stað, enda á móti allri heilbrigðri skynsemi, stjórnarskrá og sómatilfinningu! . Það er allt annað mál að úthluta „fjárfestum" lóð undir starfsemi sína sem hefur verið athuguð og leyfð samkvæmt íslenskum lögum og eftirliti á Íslandi! Allt annað mál! Umrætt málefni hefur bent á að það land sem útlendingum hefur nú þegar verið leyft að kaupa á Íslandi, verður að afturtaka með hvaða móti sem er (jafnvel að þjóðnýta), en drengilegar aðfarir og full greiðsla fyrir viðkomandi lönd greidd viðkomandi er æskilegast.