NAUÐSYN Á UMRÆÐU UM SPILAFÍKN

Fyrir nokkrum dögum birti ég pistil hér á síðunni, þar sem spurt var hvort sama væri hvernig Háskóla Íslands væri komið í fremstu röð, sbr. HÉR. Kveikjan að pistlinum var áhrifaríkt lesendabréf frá manni, sem haldinn er spilafíkn en í bréfi sínu víkur hann orðum að þeim stofnunum í þjóðfélaginu sem gera út á spilafíknina í fjáröflunarskyni en Háskóli Íslands er sem kunnugt er ein þessara stofnana, sbr. HÉR.
Umræddur pistill um Háskóla Íslands fékk nokkra umfjöllum í fréttum og mér hafa borist bréf og fyrirspurnir, sem sum hafa birst hér á síðunni, í öðrum tilvikum hefur verið óskað eftir því sérstaklega að bréfin birtust ekki. Einnig hafa mér borist umvandanir og varnaðarorð þar sem hvatt er til hófsemi í umræðunni. Allt er þetta vel meint. Af viðbrögðum fólks úr báðum herbúðum ræð ég hins vegar hve bælt vandamál er hér á ferðinni. Fólk sem haldið er sjúklegri spilaáráttu, og þá ekki síður aðstandendur þeirra, vilja umræðu um vandann, þótt þeir eigi illmögulegt að taka þátt í henni; þeir sem fá afraksturinn í vasann vilja helst að um vandann sé þagað.

Háskóli Íslands og líknar- og hjálparstofnanir á borð við Rauða kross Íslands, Landsbjörg og SÁÁ, sem hagnast á spilavítisélum, verða að axla ábyrgð í þessu efni og það gera þau á þann hátt einan að segja sig algerlega frá fjáröflun af þessu tagi.

Augljóst er að það ætlar að  reynast þessum aðilum þrautin þyngri. Í reynd eru það tveir aðilar sem háðir eru spilafíkninni: Sá sem spilar og hinn sem hagnast á sjúkleika hans. Að sumu leyti er síðara hlutskiptið dapurlegra.

Ég hef verið beðinn um að vísa á fyrri skrif mín um þetta efni. Hægt er að slá upp leitarorði hér á síðunni - í þessu tilviki er orðið spilafikn - og koma þá fram þær greinar sem birst hafa hin síðari ár um þetta efni, eftir að ég opnaði þessa heimasíðu, að því tilskyldu að sjálfsögðu að orðið spilafíkn komi fyrir í skrifunum.

Hér má finna hluta af þessum skrifum. Listinn er ekki tæmandi.

 http://ogmundur.is/news.asp?ID=655&type=one&news_id=1000

 http://ogmundur.is/news.asp?ID=655&type=one&news_id=1563

 http://ogmundur.is/news.asp?ID=655&type=one&news_id=1979

 http://ogmundur.is/news.asp?ID=655&type=one&news_id=1994

 http://ogmundur.is/news.asp?ID=658&type=one&news_id=822

 http://ogmundur.is/news.asp?ID=658&type=one&news_id=835

 http://ogmundur.is/news.asp?ID=658&type=one&news_id=836

 http://ogmundur.is/news.asp?ID=658&type=one&news_id=856

 http://ogmundur.is/news.asp?ID=658&type=one&news_id=1003

 http://ogmundur.is/news.asp?ID=658&type=one&news_id=1033

 http://ogmundur.is/news.asp?ID=658&type=one&news_id=1567

 http://ogmundur.is/news.asp?ID=661&type=one&news_id=1564

 http://ogmundur.is/news.asp?ID=661&type=one&news_id=1573

 http://ogmundur.is/news.asp?ID=662&type=one&news_id=1007

 http://ogmundur.is/news.asp?ID=662&type=one&news_id=1009

Fréttabréf