Fara í efni

Frá lesendum

Horfum til framtíðar

Það er ekki hvinur eins og í haustlaufi. Það er einkennilegur hvinur, harður og málmkenndur, ógnvekjandi. Hann er engu líkur og eins og af öðrum heimi.

Herþotur í lágflugi

Síðdegis í gærdag renndu Bandarísku herþoturnar þrjár, sem átök hafa staðið um hvort ættu að vera eða fara, sér lágt yfir miðborg Reykjavíkur.

ÞEGAR SKEPNAN DEYR

Blóði drifin, hölt og hörundsárhúkir skepna ein við nyrstu myrkur,boðar ófrið, örbirgð, feigð og fár,fólksins eymd er hannar mikli styrkur.. Skepnan ljóta öskrar, hrín og hlær,hjartað þiggur mátt frá vítisbáli,í fúlum kjafti leika tungur tværsem tala reyndar báðar sama máli.. Ófreskjan það þráir meir og meirað miskunn fólksins hennar skinni hlífiog þegar loks í skugga skepnan deyrþá skrækir hún og fagnar nýju lífi.. Kristján Hreinsson, skáld

Hjartnæmur fréttatími

Hann var hjartnæmur fréttatíminn í ríkissjónvarpinu í gær, 14. september. Hann hófst með langri umfjöllun um embættislok Davíðs Oddssonar.

Er þessum mönnum ekkert heilagt?

Þegar hin hryllilegu fjöldamorð voru framin í Beslan í Rússlandi fyrir fáeinum dögum mótmælti heimurinn nánast einum rómi.

" Orð skulu standa"

Ofanskráð tilvitnun er yfirskrift forystugreinar Morgunblaðsins 27.11.2003.Tilefnið greinarinnar er tilvitnun í ræðu Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra á Alþingi þess efnis að á árinu 2004 verði einungis unnt að efna 2/3 hluta samkomulags þess sem gert var við öryrkja í marsmánuði 2003 um hækkun á grunnlífeyri öryrkja og breytingar á kerfi örorkulífeyris.

Ég þekki til útburðarmála

Ég vil þakka þér fyrir að rísa upp gegn því að efnalítill maður yrði borinn út úr húsnæði borgarinnar. Ég heyri hvernig menn eru farnir að hamast á þér fyrir vikið og er gefið í skyn að þú viljir misrétti í kerfinu!!! Mér þótti skýringin sem þú gefur á þessum málum í greininni um Félagsþjónustuna hér á síðunni, Okkur ber skylda til að veita aðhald, segja allt sem segja þarf í þessu máli.

Davíð, Halldór og yfirlýsingarnar

Ég veit ekki hvor er skrautlegri í yfirlýsingum þessa dagana, Davíð Oddsson, Sjálfstæðisflokki eða Halldór Ásgrímsson, Framsóknarflokki.

Um gáfuleg viðfangsefni

Ég held það nú elsku karlinn minn að þú hafir málað þig útí horn. Það er ekki eðlilegt að fólk borgi ekki húsaleigu þó það sé veikt.

Líflegur og hress öryrki

Ögmundur, samkvæmt DV í dag er haft eftir nágrönnum hins heimilislausa skjólstæðings þíns  “að hann hafi verið líflegur og hress náungi sem hafði gaman af því að skemmta sér.”  Síðan segir: “Samkvæmt nýrri skýrslu eftir læknisskoðun á ástandi “X”, áður en hann var borinn út, hefur krabbamein hans ekki látið á sér kræla frá 1999.”Fyrirsögnin er að sjálfsögðu í sorpblaðastíl DV “Öryrki Ögmundar ekki með krabbamein.”Eru læknaskýrslur opnar blaðamönnum DV? Er ekki til eitthvað sem heitir siðanefnd blaðamanna? Mega sjúkir ekki vera líflegir og hressir?Runki frá SnotruÁgæti RunkiÞetta eru umhugsunarverðar athugasemdir, en varðandi aðgang að læknaskýrslum þá sýnist mér á frásögn DV að blaðið hafi ekki haft aðgang að slíkum skýrslum.