Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Apríl 2007

MISRÉTTIÐ ER MESTA MEINSEMDIN

VG þarf að vera meira afgerandi varðandi velferðarmálin og í tillöguflutningi um að útrýma fátækt í landinu.

FER SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN LÍKA?

Athyglisvert að horfa á Silfur Egils í gær:Fyrir utan andleysi þátttakenda (fyrir utan Guðfríði Lilju), þá var sláandi að heyra hinn pólitískt hugrakka Lúðvík Geirsson, lýsa því yfir einsog ekkert væri að tillagan um deiliskipulagið sem kosið var um hefði ekki komið frá bæjarstjórninni, heldur frá Alcan.

STÆKKUNARSINNI EN EKKI ÓSÁTTUR

Ég er stuðningsmaður VG í Hafnarfirði. Ég kaus með stækkun en er samt ekki óánægður með niðurstöðuna. Þótt ég væri ósammála mínum samherjum í VG í Hafnarfirði í þessu máli þá var ég samt ánægður með að þeir tækju afstöðu í málinu gagnstætt því sem Samfylkingin gerði.

STÓRKOSTLEG TÍÐINDI ÚR HAFNARFIRÐI

Tíðindi kosningarinnar í Hafnarfirði eru stórkostleg. Þrátt fyrir hamslausa og purrkunarlausa kosningabaráttu Alcan hafna Hafnfirðingar stóriðjustefnunni.