Fara í efni

ÞENSLUKERFI KAPÍTALISMANS ER ÓGNVALDURINN

Þorvaldur Þorvaldsson flutti 1. maí ávarp á fundi Stefnu, félags vinstri manna, á Akureyri að þessu sinni. Hann fjallaði meðal annars um hræringar á vinstri væng stjórnmálanna en megininntakið var hve mikilvægt það væri að losna undan þenslukerfi kapítalismans sem nú óganaði lífiríki jarðarinnar.

Þorvaldur sagði:

“Vaxandi umhverfisvandi á öllum sviðum á rætur sínar að rekja til kröfu kapítalismans um hagvöxt og útþenslu. Afleiðingin er m.a. rányrkja auðlinda, eyðing skóga, aukin losun CO2 og annarra gróðurhúsaloftegunda, ofnýting ferskvatns o.fl. Það er engin ein lausn á þessum vanda. Orkuskipti og ýmsar tæknilega lausnir geta verið brot af slíkum lausnum, en aldrei meira en það að óbreyttu. Til að vinda ofan af umhverfisvandanum og koma á jafnvægi í samskiptum mannsins og náttúrunnar eru nauðsynleg alger umskipti í samfélagsgerðinni, þannig að framleiðsla og samfélagsleg starfsem verði miðuð við þarfir fólksins en ekki þarfir fámennrar auðstéttar fyrir þenslu og aukinn gróða.”

Ræða Þorvaldar var birt í heild sinni á vefrtinu neistar.is: https://neistar.is/greinar/1-mai-avarp-a-barattufundi-stefnu-a-akureyri-2024/

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.