Fara í efni

TILLAGA UM SKATTAHÆKKUN... SEINNA

Hver er þín skoðun á þessari þingsályktunartillögu um framkvæmdir sem nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram: http://www.althingi.is/altext/139/s/1073.html Er raunhæft að ýta undir framkvæmdir með útgáfu ríkisskuldabréfa, eins og hér er lagt til?
Sverrir

Sæll og þakka þér fyrir bréfið. Fyrir ákafa skattlagningarsinna er þetta fullkomlega raunhæft; þetta er raunhæft í huga þeirra sem eru til búnir að verja skattfé framtíðarinnar til stórframkvæmda í vegamálum á þessum þrengingartímum í stað þess að horfa sérstaklega til mannfrekra verkefna. Spurningin er svo hvað þeir segja sem verða af tryggingarbótum, niðurgreiðslu á lyfjum og stuðunigi við menntakerfið þegar kemur að skuldadögum. Það verður nefnilega tekist á um ráðstöfun skattfjár á síðari hluta þessa áratugar ekkert síður en gert er nú. Þú spyrð hvað mér finnist. Mér finnst þetta óábyrgt og galið.
Kv.
Ögmundur