Fara í efni

Greinar

  • 06.01.2025

    GÓÐ HUGSUN INN Í NÝTT ÁR

    Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari kvenna í skák, flutti skemmtilegan fyrirlestur í húsakynnum Skáksambandsins um nýliðna helgi. Fyrirlesturinn var kraftmikill og vekjandi fyrir troðfullum sal Skáksambandsins og mátti kenna þar margan skákmeistarann sem margir hverjir tóku þátt í fjörugri umræðu að fyrirlestri loknum ...
  • 06.01.2025

    AÐFÖRIN AÐ ÁTVR: ERU TVEIR PLÚS TVEIR EKKI LENGUR FJÓRIR?

    Enn hefur ekkert verið aðhafst gegn lögbrotum við áfengissölu. Enginn vafi leikur hins vegar á því að málið hreyfir við þjóðinni af ýmsum sökum. Margir undrast sinnuleysi yfirvalda; hafa reyndar í forundran fylgst með því að kærur vegna ólöglegra verslana svo og brotlegra ...
  • 04.01.2025

    ÞAKKIR TIL ÞEIRRA SEM NÆRA JARÐVEGINN

    ... Með því að fylgja listamanninum Jóni Nordal vildi ég einfaldlega þakka fyrir mig – og fyrir okkur öll, held ég að mér sé óhætt að segja, fyrir þá gleði sem hann hafi veitt öllu fólki ... Á sama hátt og Víkingur Heiðar treystir sér til að fullyrða að allir skynji þegar vel er gert, þá má heita víst að öll höfum við getað notið þess þegar þeir tveir lögðu saman, tónskáldið Jón Nordal og ritsnillingurinn Jónas Hallgrímsson, og við ...
  • 04.01.2025

    SAMRÆMD HJÓN - SAMRÆMDAR FRÉTTIR

    Smartland Morgunblaðsins segir okkur gleðifréttir af samrýmdum hjónum, fallegu fólki og hamingjusömu. Hamingjuóskir til þeirra. Svo kemur í ljós að þau eru ekki bara samrýmd heldur líka samræmd. Hann fréttamaður á Morgunblaðinu ... Og hún fréttamaður á Sjónvarpinu og segir þessa frétt ...
  • 03.01.2025

    ALFRED DE ZAYAS VILL UPPRÆTA TVÍSKINNUNG OG GEÐÞÓTTA Í ALÞJÓÐASAMSKIPTUM

    Í samráði við Alfred de Zayas birti ég í dag í dálkinum Frjálsir pennar tvær mjög áhugaverðar greinar eftir hann um þær áskoranir sem alþjóðakerfið stendur frammi fyrir ... Hér að neðan er þýðing mín eða samantekt á annarri greininni en báðar greinarnar er að finna í heild sinni hér á ensku ...
  • 02.01.2025

    FLUGMAÐUR OG BÆJARSTJÓRI RÆÐA KJARASAMNINGA

    Birtist í Morgunblaðinu 02/01.25. Á Þorláksmessu birtust tvær greinar í Morgunblaðinu þar sem fjallað var um kjarasamninga .... Annars vegar er það bæjarstjórinn í Kópavogi, Ásdís Kristjánsdóttir, sem vill afnema „sérréttindi“ opinberra starfsmanna ...Hin greinin fjallar um gervistéttarfélög og er eftir Sighvat Bjarnason flugmann ...
  • 27.12.2024

    HVAR STENDUR RÍKISSTJÓRNIN –MEÐ FJÁRGRÓÐANUM EÐA LÝÐHEILSUNNI?

    ... Lögbrjótarnir sem nú eru komnir með launaða lögmenn til að básúna ósannindin segjast sjálfir vera að fjölga útsölustöðum, það er að segja verslunum með áfengi! Á sama tíma segja þeir að lögin sé óljós hvað þetta varðar. En hvað er óljóst? ...
  • 23.12.2024

    KVEÐJA Á JÓLUM

    Vinum og ættingjum og öllum öðrum lesendum þessarar síðu sendi ég hugheilar jólakveðjur. Nú þráum við að heyra friðarboðskap úr munni sérhvers manns. Víða um veröldina ríkir vargöld, hún er ...
  • 22.12.2024

    ÞURFA AÐHALD AÐ UTAN

    Augljóst er að nýja ríkisstjórn skortir ekki sjálfstraust. Hún hefur enda fengið mikið lof og prís í aðdraganda stjórnarmyndunar. Að vísu hefur þetta lof og prís komið mest frá „valkyrjunum“ sjálfum sem svo hafa kallað sig. En auðvitað er það ekki verra að vera ánægður með sjálfan sig en fyrir því þarf þá að vera innistæða. Sú innistæða á eftir að koma ljós í verki ...
  • 18.12.2024

    FRÍHÖFNIN BOÐIN ÚT – AÐFERÐAFRÆÐIN ALLTAF EINS - SVÍNVIRKAR SOFI ÞJÓÐIN SEM BARN Í VÖGGU

    ... Við þessu bárust engin svör og nú kemur á daginn að útboð á rekstri Fríhafnarinnar, sem hófst fyrir um það bil ári síðan, hefur fært þessa gullgerðarvél í hendur þýskum/alþjóðlegum aðila. Einhver snurða er enn á þræði vegna kærumála en gjörðin er söm. Heimamenn færa Heinemann gullgæsina og virðist það kalla á litla athygli fjölmiðla með undantekningu þó ...
  • 17.12.2024

    VANESSA BEELEY Í MARS 2018 - HVAÐ SEGIR HÚN Í DESEMBER 2024?

    Í mars 2018 var Vanessa Beeley, sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda, gestur minn á opnum fundi um stríðsátökin í Sýrlandi í fundaröðinni Til róttækrar skoðunar. Við höfðum þá nokkrir einstaklingar nýlokið þýðingu bókar eftir Tim Anderson, Stríðið gegn Sýrlandi, The Dirty War on Syria. Hvort tveggja olli talsverðu uppnámi í fjölmiðlum. Annars vegar ...