Fara í efni

Greinar

  • 19.01.2025

    AUÐVALDIÐ UMBÚÐALAUST

    Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 18/19.01.25. ... En veraldargengið er valt og er þar aftur komið að meðvirkninni og barninu. Eitt lítið barn sem afhjúpar valdhafana getur orðið þeim að falli. Því meira sem ranglætið er í þjóðfélaginu þeim mun meira knýjandi verður að taka úr umferð börnin sem gætu tekið upp á því að upplýsa um rétt og rangt ...
  • 18.01.2025

    SVANUR KVADDUR

    Svanur Hvítaness Halldórsson var borinn til grafar í vikunni. Hvítaness nafnið þekkti ég ekki en finnst það vel við hæfi, stórbrotið og skínandi. Séra Kristján Björnsson sagði á þá leið í minningarorðum sínum að foreldrarnir hefðu greinilega viljað sveipa son sinn birtu, svanur væri að vísu hvítur en Hvítaness skyldi það líka vera ...
  • 13.01.2025

    FRÓÐLEGT MÁLÞING UM FRÉTTAMENNSKU

    Málþing Málfresls um framtíð fjölmiðla sem haldið var í sal Þjóðminjasafnsins síðastliðinn laugardag fór fram fyrir fullu húsi og þótti vel heppnað. Svala Magnea Ásdísardóttir, formaður Máfrelsis setti málþingið með inngangsræðu en auk hennar voru frummælendur Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, Birgir Guðmundsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og Tjörvi Schiöth, sagnfræðingur...
  • 09.01.2025

    SJÁUMST Á FUNDI MÁLFRELSISFÉLAGSINS UM MÁL MÁLANNA

    Á laugardag klukkan tvö efnir félagið Málfrelsi og ritmiðillinn www.krossgotur.is til fundar um framtíð fréttamennsku. Fundurinn er haldinn í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og hefst hann klukkan tvö og lýkur eigi síðar en klukkan fjögur. Allir er velkomnir ...
  • 07.01.2025

    ENN RITSKOÐAR FACEBOOK - ÞRENGT AÐ MÁLFRELSI

    Smám saman hefur það verið að færast í vöxt að fréttir og pistlar sem ég birti á heimasíðunni og set síðan á X og Facebook séu þurrkaðir út á síðarnefnda vefnum. ... Pistillinn sem nú var þurrkaður út var um gagnrýni mína á stuðning íslenskra stjórnvalda við vopnaiðnaðinn í Úkraínu ...
  • 07.01.2025

    EKKI Í MÍNU NAFNI

    Fyrsta símtalið sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir átti út fyrir landsteinana eftir að hún tók sæti í nýrri ríkisstjórn sem utanríkisráðherra Íslands var við utanríkisráðherra Úkraínu og nú er hún komin til þess lands og viti menn, til þess að ræða hvernig styðja megi við bakið á Úkraínu til frekari stríðsátaka. Þetta kom fram í ...
  • 06.01.2025

    GÓÐ HUGSUN INN Í NÝTT ÁR

    Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari kvenna í skák, flutti skemmtilegan fyrirlestur í húsakynnum Skáksambandsins um nýliðna helgi. Fyrirlesturinn var kraftmikill og vekjandi fyrir troðfullum sal Skáksambandsins og mátti kenna þar margan skákmeistarann sem margir hverjir tóku þátt í fjörugri umræðu að fyrirlestri loknum ...
  • 06.01.2025

    AÐFÖRIN AÐ ÁTVR: ERU TVEIR PLÚS TVEIR EKKI LENGUR FJÓRIR?

    Enn hefur ekkert verið aðhafst gegn lögbrotum við áfengissölu. Enginn vafi leikur hins vegar á því að málið hreyfir við þjóðinni af ýmsum sökum. Margir undrast sinnuleysi yfirvalda; hafa reyndar í forundran fylgst með því að kærur vegna ólöglegra verslana svo og brotlegra ...
  • 04.01.2025

    ÞAKKIR TIL ÞEIRRA SEM NÆRA JARÐVEGINN

    ... Með því að fylgja listamanninum Jóni Nordal vildi ég einfaldlega þakka fyrir mig – og fyrir okkur öll, held ég að mér sé óhætt að segja, fyrir þá gleði sem hann hafi veitt öllu fólki ... Á sama hátt og Víkingur Heiðar treystir sér til að fullyrða að allir skynji þegar vel er gert, þá má heita víst að öll höfum við getað notið þess þegar þeir tveir lögðu saman, tónskáldið Jón Nordal og ritsnillingurinn Jónas Hallgrímsson, og við ...
  • 04.01.2025

    SAMRÆMD HJÓN - SAMRÆMDAR FRÉTTIR

    Smartland Morgunblaðsins segir okkur gleðifréttir af samrýmdum hjónum, fallegu fólki og hamingjusömu. Hamingjuóskir til þeirra. Svo kemur í ljós að þau eru ekki bara samrýmd heldur líka samræmd. Hann fréttamaður á Morgunblaðinu ... Og hún fréttamaður á Sjónvarpinu og segir þessa frétt ...
  • 03.01.2025

    ALFRED DE ZAYAS VILL UPPRÆTA TVÍSKINNUNG OG GEÐÞÓTTA Í ALÞJÓÐASAMSKIPTUM

    Í samráði við Alfred de Zayas birti ég í dag í dálkinum Frjálsir pennar tvær mjög áhugaverðar greinar eftir hann um þær áskoranir sem alþjóðakerfið stendur frammi fyrir ... Hér að neðan er þýðing mín eða samantekt á annarri greininni en báðar greinarnar er að finna í heild sinni hér á ensku ...