Á AFTUR AÐ SELJA OKKUR DRAUMALAND?
Sæll Ögmundur.
Gamall hafskipsmaður er nú í iðnaði. Hann er nýkominn úr ferð til Rússlands. Ekki til að kaupa bjórverksmiðju eða iðngarða. Hann fór með hópi manna til Rússlands undir gunnfána ráðherra, ef rétt er skilið. Hann leggur eftir þessa ferð til, að skattkerfið verði hérlendis eyðilagt með tilvísun til skattlagningar Pútíns og óligarkanna. Mér finnst formaðurinn óupplýstur, nota ekki sterkari orð. Veit hann ekki að Rússum hefur fækkað verulega undanfarin ár vegna þess að meðalaldurinn hefur lækkað? Veit hann ekki að Rússland er í klóm óligarka? Veit hann ekki af heljartökunum sem skipulagðir glæpahópar hafa á rússnesku samfélagi? Veit hann ekki að hvergi er eins sár fátækt og í Rússlandi? Er kannske verið að selja íslenskum almenningi og fjölmiðlum það draumaland?
Kv.
Ólína