Fara í efni

Á EFTIR AÐ FARA Í KERIÐ

Ég sakna þess í umræðunni um náttúrupassann að ekki sé tekið harðar á ólöglegri innheimtu við Kerið í Grímsnesi þar sem enn er rukkað og á öðrum stöðum þar sem ólöglega var rukkað síðastliðið sumar. Menn hafa réttilega í heitingum um náttúrupassann sem sennilega er vitlausasta hugmynd sem fram hefur komið á Alþingi í langan tíma, en segja minna um einkaaðilana sem þegar eru að rukka. Af hverju hafa menn ekki tekið þátt í því með þér Ögmundur að brjóta þessa lögleysu niður? Af þessu tilefni vil ég taka fram að ég mætti einu sinni við Geysi í sumar þegar þú stóðst fyrir mótmælum þar. Á hins vegar eftir að fara í Kerið!
Jóhannes Gr. J.