Fara í efni

Á Jón einsamall að bera uppi boðaðar skattalæckanir veleðla hæstvirts ráðherra?

Áður hefi jeg ritað um meðferð veleðla forsætisráðherra á Íslands fátæklingum og mætti hafa um hana mörgum sinnum fleiri orð. Nú hefir hann einn ganginn enn reitt leiftursnöggt til höggs og lemur tómthúsmanninn Jón Ólafsson frá Norðurljósadal, varnarlausan - og ekki með reglustiku heldur með sjálfum veleðla skattrannsóknarstjóra. Eru þeir ófáir ríkisdalirnir sem Jón minn er krafinn um og mun víst aldrei gjeta reitt af hendi nema því aðeins hann fái til þess himinháar summur að láni frá Sparikassanum í Köbenhavn.

Gjet jeg ecki betur sjeð en boðaðar skattalæckanir veleðla háttvirts ráðherra verði með þessum hans óþyrmilegu aðgjörðum og þunga höggi lagðar allar á veikburða herðar míns vinar Jóns. Þannig er nú farið réttlætinu í þessu voru auma landi; Íslands fátæklingar, t.a.m. jeg, Jón í Bónus og Norðurljósa-Jón, erum lagðir í einelti af allra handa stofnunum meðan að yfirstéttin liggur í sínum miklu makindum og á sínu þycka spiki, spekúlerandi um hvurt heldur skuli jeta á morgun: heilsteikt naut, sundurlimað svín, alls lags fiðurfjenað eða bara dýrindis súrmeti með hvítum vínum, tvíbökum, heitu súkkulaði og sagógrjónagraut. Já, vont er landsyfirvaldanna ranglæti en verra er þeirra rjettlæti. Eða hvurs eigum vjer aumingjarnir að gjalda; eltir á röndum í dæmalaust erfiðum aðstæðum, klæðlitlir og kropparýrir með alls endis tóman maga – nema ef vera skyldi einhvurjar leifar af þangi og kræklingi frá í vikunni er leið? 

Virðingarfyllst,
Jón Snorrason,
Skakkakoti við Reikjavík