Fara í efni

Á VILLIGÖTUM?

Sæll Ögmundur.
Nú ert þú á villigötum. Bresk stjórnvöld hafa nýlega lagt bankakerfinu þar í landi til 400 milljónir punda. Á sama tíma tapa bresk sveitarfélög einum milljarði punda á viðskiptum við íslenska útrásarvíkinga. Í kjölfar þess berast þær fréttir frá íslenskum yfirvöldum - meðal annars trausti rúnum seðlabankastjóra - að þau hyggist hlaupast undan öllum lögbundnum og siðferðilegum skuldbindingum sínum í málinu. Sparijáreigendur í Bretlandi geti átt sig. Sveitarfélögin sem voru svo óheppin að lenda í íslenskum fjárglæframönnum þurfa að hækka álögur á almenningi og skera niður opinbera þjónustu vegna tapsins. Gordon Brown hefur því ærna ástæðu til að láta í sér heyra. Hugsaðu málið upp á nýtt.
Hjörtur Hjartarson