Ábending til Runka
Heill og sæll Runki. Ég er sammála greiningu Ögmundar og þar af leiðandi þér einnig. Þess vegna langar mig til að koma með ábendingu: Runki, bíddu með að leita læknis. Með þessum kaupum er verið að gera fyrri þjófnað ennþá kræafari. Meira að segja hið varfærna og íhaldssama RÚV gat ekki orða bundist á fréttavef sínum. Þar segir “En þrátt fyrir að gengi Skjás eins hafi verið gott í þau fimm ár sem liðin eru frá að hann hóf útsendingar hefur ýmislegt gengið á því eins og fyrr sagði hefur verið tap á rekstrinum. Svo má ekki gleyma að eitthvað af þeim peningum sem Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalgjaldkeri Landsímans, dró sér á sínum tíma í Landsímamálinu svokallaða, rann inn í Skjá einn. Það kemur því nokkuð spánskt fyrir sjónir að nú hafi Síminn, sem ríkið á vel yfir 90% í, keypt 1/4 í Íslenska sjónvarpsfélaginu”.
Doktor Watson