AÐ NJÓTA LÍFSINS
25.09.2024
- Við lítinn fjörð eigum lítið kot
Þar lífsins gæða njótum
Á sólskinsdegi set bát á flot
og sjávarfang upp rótum.
Svona er lífið
Ég samúð mína sendi þér
sárt er bróður fráfallið
Ævina sér engin fyrir sér
óvænt fékk brott kallið.
Þar formaðurinn víst flúin er
og fylgið hrunið líka
Enga framtíð flokkurinn sér
hann valdi fang rikra
Aumingjaskapinn þar allir sjá
alþingi logar í deilum
Barni þeir henda hér til og frá
Í hörðum stjórnsýslu feilum.
,,Sumarið sem aldrei kom‘‘
Kári orti um sumarið sætt
Já sumir hafa drauma
En úti var hér varla stætt
í verstu tegund rauna
Höf. Pétur Hraunfjörð.