Fara í efni

AÐ SÓPA UNDIR TEPPI

Sæll Ögmundur.
Já stundum er bara sópað undir teppið að fela rykið en afsakanir fyrrum saksóknara Efnahagsbrotadeildar RLS eru æði þunnar en sem slíkur ber hann ábyrgð á allri deildinni en Ríkislögreglustjóri hefur yfirstjórnina á höndum. Þetta mál er þess eðlis að gera á stjórnsýslu úttekt á embættinu og Efnahagsbrotadeild um hvar þröskuldurinn hafi í raun og veru verið.
Réttilega eru færustu menn hjá Séstökum Saksóknara en það kemur varla að sök því Ríkislögreglustjóri býður aðeins upp á lögreglufulltrúastöður hjá sínu embætti en alveg sambærileg deild hjá LHS getur það ekki. Þetta þótti svo sem gott fyrir þessa starfsmenn en Ríkislögreglustjóra sjálfum mátti vera ljóst að hann var að gera viljandi upp á milli starfsmanna þeirra embætta sem hafa Rannsóknardeildir. Ekki einu sinni færasti blóðferlafræðingur landsins hjá LHS fær slíka stöðu né þeir sem vinna að morðmálum svo eitthvað sé nefnt. Þá þarf að taka upp lög um kjarasamninga þar sem gildistími nýs samnings við sama stéttarfélag sé fyrsti virki dagur eftir að þeim fyrri lauk. Það yrði því engum til góðs að hafa lausa samninga í 270 daga eins og lögreglumönnum er boðið upp á.
Þór Gunnlaugsson