Fara í efni

AÐEINS ÍSLENSKIR RÍKISBORGARAR!

Aðeins íslenskir ríkisborgarar eiga að hafa rétt til þess að kaupa land á íslandi. Það ber umsvifalaut að breyta lögum þannig að lokað sé fyrir sölu á landinu okkar til erlendra ríkisborgara, fyrirtækja eða erlendra þjóða. Jarðir sem þegar hafa verið seldar erlendum ríkisborgurum ber íslenska ríkinu að taka eignar námi.

Heiðardalur í Mýrdal Vestur Skaftafellssýslu

Lærum af reynslunni, heiðarjarðir í Mýrdal með fallegu heiðarvatni var selt erlendum ríkisborgara sem hefur meinað okkur aðgengi að þessari perlu sveitarinnar.

Að slíta hjartað úr fólki

Sem betur fer erum við nánast öll sannir Íslendingar sem viljum landi og þjóð það besta og stöndum vörð um land okkar og menningu. Ég trúi ekki að landið verði selt erlendum ríkisborgara eða erlendu ríki ef svo færi þá snertir það flesta Íslendinga svo sem hjartað væri slitið úr þeim, hver vill bera ábyrgð á því?

Óafturkræf aðgerð

Ég vil geta þess að ef Grímstaðir á Fjöllum verði selt Kínverja eða kínverska ríkinu að þá er um óafturkræfa að gerð að ræða, þeir létu landið aldrei af hendi aftur . Við höfum skyldur. Við höfum skyldur við land og þjóð einnig komandi kynslóðum, við seljum ekki fósturjörðina undan okkur né komandi kynslóðum .
Ólafur Kr. Sigurðsson