ÆTLA AÐ FYLGJAST MEÐ SAMFYLKINGU Á FIMMTUDAG
05.02.2008
Þú boðar utandagskrárumræðu um einkavinavæðingu á Landspítala á fimmtudag. Ég mun fylgjast vel með. Ekki því sem Guðlaugur Þór, heilbrigðisráðherra Íhaldsins, segir, heldur Samfylkingin. Ætlar hún í alvöru að horfa upp á að níðst verði á læknariturum með „útvistun" starfa þeirra? Ég tek undir með þér hér á síðunni þegar þú vekur athygli á því að „handlangarar" Guðlaugs Þórs á Landspítalanum eru sjálfir vel haldnir í launum en láta sig hafa það að níðast á láglaunafólki til að þjóna pólitískum herrum sínum. Aumast er þó hlutskipti Samfylkingarinnar, músarinnar sem þegir á meðan ranglæti er í frammi haft. Verður það enn í umræðunni á Alþingi á fimmtudag?
Sunna Sara