Af hverju réðst Hitler inn í Pólland?
Heill og ævinlega sæll Ögmundur
Ég hef heyrt þá skýringu á upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari að Adolf Hitler hafi reiðst gríðarlega aðfaranótt 1. sept. 1939 vegna þess að íslensk kona neitaði honum um drátt. Hann hafi því blásið til stríðs og ráðist inn í Pólland í bræðiskasti og eftir andvökunótt. Þetta með framkomu konunnar er víst staðreynd en nú ert þú sagnfræðingur að mennt og ég spyr: telur þú þessa skýringu fullnægjandi eða er hún kannski aðeins of þröng? Í framhaldi af þessu: Erum við Íslendingar e.t.v. of hneigðir til þröngra skýringa. Horfum við of mikið á þátt einstaklingsins í staðinn fyrir að velta fyrir okkur því samfélagslega umhverfi sem hann lifir og hrærist í? Raunar er nú um gjörvöll Vesturlönd ríkjandi blómaskeið hins sterka leiðtoga sem hakkar andstæðingana í sig og sprænir þeim svo í hlandgrænar skálarnar með hinum ofurmennunum á mikilmennaráðstefnunum. Kann að vera að tengja megi leiðtoga-komplexinn sem nú tröllríður öllum vestrænum samfélögum þeirri sjálfhverfu einstaklingshyggju sem mjög hefur sett mark sitt á tíðaranda tveggja síðustu áratuga?
Dolli