ALAN GREENSPAN - MILTON FRIEDMAN -GEORG SOROS
Kæri Ögmundur...
Ekki alls fyrir löngu senti ég þér lesenda bréf um að ég hafi horft á og hlustað á viðræðu við Georg Soros háprest auðvaldsins og að hann hafi sagt eftirfarandi:
* Að það væri númer eitt að þjóðir hafi stjórnvöld sem trúa á stjórnskipanina og stjórni samkvæmt því.
* Að það væri lífsnauðsynlegt að öll hegðun og þá hegðun fjármálastofnana og fyrirtækja, þar með banka, verði samkvæmt nákvæmum og góðum lögum og reglum og að gott eftirlit tryggi að farið sé eftir þeim.
* Georg Soros sagði að á tímum Regans forseta Bandaríkjanna og Margrétar Thatcher forsætisráðherra Bretlands, hafi fólk tekið alvarlega trúarjátninguna eða hugdettuna um að í frjálsu markaðskerfi, mundi markaðurinn leiðrétta sig sjálfur, sjálfkrafa, sem er bölvuð della og ein ástæðan fyrir núverandi fjárhagsvandamálum!
* Hann sagði ennfremur að hann teldi að vald dollarans sem hefur verið notaður sem hálfgerður alþjóða gjaldmiðill þar með að gas og olía væri versluð með honum, hafi skaðast svo við hrun kapítalismans, að þjóðir munu hætta að nota hann, "sem alþjóða gjaldmiðil".
Svo mörg voru Georg Soros orð ásamt öðru hliðstæðu!
Alan Greenspan....
Ég er nýkomin úr ferðalagi til Bandaríkjanna og á hótelinu sem ég var á fylgdist ég með þegar Alan Greenspan, fyrrum "Federal Reserve Chairman," semsé aðal og ráðamesti peningasérfræðingur Bandaríkjanna, ef ekki heimsins, sat fyrir svörum er hann var yfirheyrður af Henry Waxman "Chairman of the House Committe on Oversight and Government Reform."
Alan Greenspan var aðal yfirmaður "The Fedral Reserve" Bandaríkjanna líklegast eitthvað álíka að vera aðal Seðlabankastjóri Íslands, frá 1987 til 2006. Alan var lærisveinn og félagi Miltons Friedmans og trúatbrögð beggja voru frjálst markaðskerfi og sem allra minnst eftirlit með mönnum og markaði. Þeir bentu oft á Hong Kong sem góða fyrirmynd, þó við sem höfum komið þangað sjáum fyrir okkur þjóðfélag sem inniheldur sirka 85% fólks sem eru á þrælastigi sem sér varla fyrir sér mat næsta dags, 10% mannskap sem býr við algjöra örbirgð og býst ekki við að hafa ofan í sig að éta næsta dag, og síðan 5% sem lifir í lúxus og ólifnað eins okkar þotulið, pólitískir áhangendur, þjófar og fjárglæframenn.
Eins og okkar fjárglæframenn og siðleysingjar sem fengu orður frá forseta vorum, þá fékk Milton Friedman Nóbel orðu fyrir hagfræðiíhuganir sýnar. Miltons Friedmans ásamt fjölda annarra samskonar frjálshyggju-auðvaldshyggjuspekinga skiptu um skoðun eða gerðu afgerandi breytingar á grundvallar hugmyndum sínum, nokkuð sem virðist hafa algjörlega farið framhjá samskonar auðvalds / frumskógar markaðskerfisspekingum á Íslandi.
Íslenskir auðvaldshyggjuspekingar gleyptu allt hrátt og ómelt frá átrúnaðar goðum sínum í henni Ameríku, enda gleyptu Reagan Bandaríkjaforseti forseti og Margrét forsætisráðherra í Englandi alla delluna samtímis. Nú varð stjórnleysið og græðgin boðskapurinn og hið heilaga orð, og reynt að breiða yfir skekkjurnar sem hafa sannast í hugmyndum Friedmans. Jafnvel forsætisráðherra Íslands sagði iðulega að hann teldi sig eiga að stjórna sem allra minnst, helst ekkert. Kjósendur horfðu á í undri á manninn sem það hafði kosið til að stjórna í þágu þess, og borgaði honum offjár fyrir, þó honum hafi ekki þótt það nóg og skaffaði sjálfum sér og sínum meira á Alþingi, að næturlægi, svo lítið bæri á! En fólk tók eftir og það gleymir ekki!
Alan Greenspan vann með fimm forsetum Bandaríkjanna ásamt fjölda stjórnmálamanna og taldi þeim öllum trú um "stórkostlegar" hugmyndir sínar sem byggðust á skoðunum Milton Friedmans. Kjánunum á Íslandi ekki undanskyldum.
Þegar Alan Greenspan sat fyrir svörum frami fyrir Henry Waxman, þá viðurkenndi hann að hann hafi starfað samkvæmt hugmyndafræðilegri sannfæringu sinni að frjáls markaður, án laga og eftirlits væri ákjósanlegastur, enda forsenda auðvaldsins, "kapítaaqlismans". Hann sagðist nú gera sér ljóst að honum hafi skjátlast, og raunverulega baðst afsökunar. Fjöldi vel þekktra hagfræðinga í Bandaríkjunum eins og t.d. Nóbel verðlaunahafin Josep E. Stiglitz og Paul Krugman segja að grundvallarhagfræði Alan Greenspan sem er byggð á hagfræðikenningum Miltons Friedmans hafi alvarlega galla.
Sem sé, þetta sjá flestir helstu hagfræðingar heims, nema jú, hinir íslensku sem halda sig við sinn keip og vilja einkavæða allt og afnema lög, reglur og eftirlit með fjármálum landsins. Þeir eru enn að segja að auðvaldið, kapítalisminn, sé enn sprelllifandi og á mörgu sé hægt að græða! Enn eru Bandaríkin hið heilaga fyrirheitna land fjármálanna, þar séu peningamusterin og háprestar einkagróðahyggjunnar.
Í staðinn fyrir að láta staðar numið, læra af reynslunni og sjá að sér, og fara ekki lengra út í síki einkavæðingarinnar og græðginnar, þá skal halda áfram upp fyrir haus út í forina. Það er ekki nóg að gera islensku þjóðina gjaldþrota og gera okkur og niðja þræla erlendra ríkja, það skal halda áfram í óþjóðlegri glæpamennskunni.
Í staðin fyrir að frysta eignir meintra fjárglæframannanna og banna þeim burtfararleyfi, ef ekki að setja þá í stofufangelsi; að heimta sem frumskilyrði að allar eignir og sjóðir þeirra hérlendis og erlendis verði teknir til að greiða uppí hræðilegar skuldir vegna þeirra athæfa bæði innanlands og erlendis, þá eru menn að ræða hvernig við getum fengið stórlán til að greiða það sem við sem þjóð skuldum ekki, og að rannsakað verði hvað hafi skeð, svo hægt verði að koma í veg fyrir að það endurtaki sig. Ég meina, eins og það sé eitthvað spursmál hvað hafi skeð og hvað þurfi að gera! Ef fólk virkilega veit ekki, þá hafa fjárglæpirnir verið framdir í athafnajarðvegi sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sköpuðu fyrst og fremst með stjórnlausri og eftirlitslausri einkavæðingunni! Sem sé, í fáum orðum, glæframennirnir voru hvattir af íslenskum stjórnvöldum til að haga sér eins og þeim sýndist og græða sem mest, hvernig sem farið væri að því.
Nú er Framsóknarflokkurinn eins og útjaskað og fársjúkt vændiskvendi sem fólk forðast, svo Samfylkingin sá pening í því og var snögg að vippa sér undir sæng Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur verða að gera sér grein fyrir þessum staðreyndum!
Málið er þó, ef ætlun landráðamannanna er að halda sínum hætti áfram og jafnvel leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að skuldsetja niðja vora um ókomnar kynslóðir, þá sé ég ekki hvernig hægt er að bíða eftir næstu alþingiskosningunum.
Ég bendi viðkomandi eindregið á að lesa grein Ögmundar hér á vefsíðunni með fyrirsögninni "ÁVARP Á ÁRSFUNDI ASÍ" ! Hér tel ég vera tímamóta grein og yfirlýsingu í íslenskum verkalýðsmálum og íslenskum stjórnmálum
https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/avarp-a-arsfundi-asi
Úlfur