Fara í efni

ALCAN OG SAMFYLKINGIN

Það er alltaf eitt sem gleymist í allri umræðunni þegar það er verið að ræða álmálin. Það er nefnilega þannig að það var eitt af fyrstu verkum Samfylkingarinnar í Hafnarfirði að selja Alcan land undir álverið. Það gerðist 30. desember 2003.

Það er þess vegna ekkert hægt að halda því fram af Samfylkingunni í Hafnarfirði að hún sé á móti álversstækkuninni. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði sagðist líka á sínum tíma, þegar umhverfisnefnd Hafnarfjarðarbæjar mótmælti stækkun að bæjarstjórnin væri á öðru máli.

Svo á núna að kjósa um þetta af því að þetta sé meiriháttarmál. Það er fínt að gera það, en ekki nóg. Landið á allt að kjósa um svona hluti. En ætli Samfylkingin vilji það?

Ekki vildi Samfylkingin á alþingi leyfa almenningi að kjósa um Kárahnjúkavirkjun. Þess vegna er það ekki bara umhverfisstefnan sem er ný hjá Samfylkingunni, heldur líka lýðræðið. Af hverju mátti ekki kjósa um Kárahnjúka en það er flott að kjósa um Straumsvík. Er það af því að þeim datt það í hug?

Mér finnst ágætt að fleiri vilji vernda náttúruna. Það er líka fínt að hafa meiri lýðræðislegar kosningar. Það situr bara í mér að Samfylkingin var á móti kosningunum um Kárahnjúka. Það situr líka í mér að bæjarstjórnin var að minnsta kosti með stækkun álversins. Ef hún er á móti núna þorir hún allavega ekki að segja það.

Sandra