Fara í efni

ALLT UPP Á BORÐIÐ

Sæll Ögmundur.
Til hamingju með embættið. Ég hef mikla trú á þér í þessu hlutverki og hef aldrei orðið ráðherraskiptum jafn fegin. Mig langar að vita hvort mannréttindaráðuneytið hefur beitt sér eitthvað í máli írönsku konunnar Sakine Ashtiani sem nú bíður þess að verða grýtt til bana. Ef ekki, hvaða áform eru þá uppi um það? Mig langar líka að heyra persónulegt álit þitt á þeirri stefnu sem virðist algeng hjá íslenskum ráðamönnum, að senda ríkisstjórnum sem verða uppvísar að mannréttindabrotum bréf en birta efni þeirra ekki opinberlega.
Kær kveðja,
Eva Hauksdóttir

Þakka hlý orð og góð hvatningarorð. Ráðuneytið hefur ekki beitt sér í máli írönsku konunnar en ábending þín hefur skilað sér. Varðandi mína persónulegu skoðun á opinberun á mótmælum fyrir mannréttindabrot, þá finnst mér þau aldrei megi verða felumál.
Kv.,
Ögmundur