ALLTAF Í BARÁTTUSÆTI
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðhera settist á þing 1995 fyrir Alþýðubandalagið og óháða. Hann var í þriðja sæti listans og við það vannst sætið en frá konsningunum 1987 hafði Alþýðubandalagið haft tvo þingmenn í Reykjavík. Þarna bættist sá þriðji við 1995.
1999 var Ögmundur hins vegar efstur á lista VG í Reykjavík er þau buðu fram í fyrsta sinn. Sætið vannst og annað til. Í kosningunum 2007 ákvað Ögmundur að bjóða sig fram í Kraganum en þar hafði VG ekki þingmann í kosningunum á undan. Sætið í Kraganum vannst. Nú hefur Ögmundur ákveðið að setjast í baráttusætið eins og venjulega eða eins og þrisvar sinnum áður - og auðvitað vinnst þð sæti. Til hamingju með Ögmund Jónasson vinstri sinnaðir græningjar. En væri ekki snjallt að hinir þingmennirnir hjá VG og annars staðar létu reyna á kjörþokka sinn eins og Ögmundur? Er hann sá eini sem ÞORIR að setjast í baráttusæti. Sjáum til
Sigurður Bjarnason