ALLTAF RÖNG TÍMASETNING!
19.04.2015
Ég er sammála þér að það var rétt hjá Rannveigu Rist að afþakka stjórnarhækkun í Granda og það beri að líta á afþökkun hennar sem afsökunarbeiðni fyrir ruglið í stjórnarformanninum, Kristjáni Loftssyni, og að afsökunarbeiðninni, sem þú kallar svo, beri að fylgja eftir með alvöru kjarajöfnun!
Byrja á því að hækka láglaunafólkið! Um leið og núna strax þarf hátekjuaðallinn að LÆKKA við sig launin! Dapurlegt er að heyra þetta lið segja að launahækkun nú sé röng tímasetning. Þetta er hárrétt tímasetning ef fólki finnst þetta á annað borð rétt að gera. Að gera þetta þegar láglaunafólkið er bundið af kjarasamningi er hið fullkomna siðelysi. Þetta er ALLTAF röng tímasetning.
Sunna Sara