ALVÖRUUMSKIPTI
Í síðustu kosningum fengum við alvöruumskipti á Alþingi. Þjóðarhreyfingin vann stórsigur og fékk 4 þingmenn kjörna beint úr grasrótinni. Eftir að meirihluti Þjóðarhreyfingarinnar hafði snúið flestum kosningaloforðum sínum á haus tók hann að hreinsa til í eigin flokki. Minni hlutinn, sem hafði viljað standa við kosningaloforðin, var lagður í einelti og sendur á "geðveikrahæli", gerður að samviskufanga. Að þessu loknu bundust þessir fulltrúar búsáhaldabyltingarinnar höndum við hrunverja og Ögmundarklanið með það eina markmið að fella annars ágæta ríkisstjórn. Hrunverjar verða að komast í ríkisstjórn til að verja "eigendur Íslands" og Ögmundarklanið verður að komast í stjórnarandstöðu til að þurfa ekki að taka ábyrgð. Hverjir eru valkostirnir sem boðið er upp á?
Pétur