,,AMERÍKA Í DAG‘‘
Telja nú Bíden býsna lotinn
og vilja hann frá
Í gær var Trump víst skotinn
en vinnur samt á.
,,ER Sumarið búið‘‘
Ég sólar litla daga nú sé
og sumarið að klárast
Regn vatnið hér veð í hné
er virkilega að tárast.
«Hvað má segja‘‘
Hann mesti lyga laupur er
löngum valdið skaða
Og í taugarnar á flestum fer
fattarðu nú kauða?
Nú líður að hausti og hörmunga tíð
hér ráðamenn og Bankar eru óblíð
já ljótur er leikur
Ásgeir of keikur
af vaxtaokrinu fékk verðbólgustríð.
Fjármálalæsi er fáum gefið
fyrirmenn þykjast hafa það
Náðargáfan snýst um nefið
auðvitað nema hvað.
Við lygina hann lagði rækt
sem litað hefur framann
Já Þetta virðist vera hægt
og allir hafa gaman!
Í lífsins basli lýðurinn er
langar jú að skreppa
Til útlanda þá líka lítið fer
að litlu virðast keppa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.