Fara í efni

ÁNÆGÐUR KJÓSANDI

Ég dáist að þeim VG mönnum sem höfðu hugrekki til að samþykkja umsókn að ESB. Ég kaus vinstri græna og það féll alveg að skoðunum mínum að það væri þjóðin sem fengi að kjósa. Við erum mörg sem teljum að ekki sé hægt að fá niðurstöðu í málið nema að farið sé í umræður til að sjá hvað sé uppi á borðinu. Því finnst mér það frábært hugrekki að gefa þjóðinni þetta tækifæri þó svo að viðkomandi alþingismenn séu í meginatriðum á móti aðild. Hér eru alþingismenn að gefa þjóðinni aðgang að því að taka upplýsta ákvörðun í ljósi niðurstaðna í stað þess að þurfa að hlusta á hræðsluáróður og goðsagnir. Ég tek ofan hattinn fyrir ykkur.
Kristín