BANDARÍSKUR ALMENNINGUR AÐ VAKNA TIL LÍFSINS
Ég hef þá trú að Bandaríkjamenn séu að vakna til lífsins í andstöðunni við ríkisstjórn sína, sem sumpart er stjórn alls heimsins. Fréttir af vaxandi andófi gegn stefnu hennar í Írak og gagnrýni á innanlandspólitíkina fer þannig vaxandi. Við skulum ekki gleyma því að á sama tíma og við gagnrýnum Bush og félaga verðum við að hafa í huga að þorri Bandaríkjamanna er fólk svipað þenkjandi og við og reyndar allur almenningur í heiminum. Ég hef verið búsett í Bandaríkjunum í nokkur ár og kann ekkert nema gott um land og þjóð að segja. Ég sendi ykkur heima á Fróni litla myndasyrpu af nokkrum forsetum Bandaríkjanna fyrr og nú þar sem gamansamur “listamaður” hefur sett þá í eins konar drag-gervi. Þetta á engan að meiða og er hugsað til gamans. Syrpan er hér á eftir
Kveðja,
Guðrún N.