BANKASUKKIÐ OG FJÁRGLÆFRAMÁLIN!
31.08.2008
Kæri Ögmundur ....
Eins mótsagnakennt og það kann að hljóma þá er allt annað ábyrgðarlaust en að láta bankana fara á hausinn ef til kemur. Fráleitt er að almenningur verði látinn blæða enn frekar þeim til hjálpar. Þannig standa þessi mál. Þjóðin hefur verið blóðmjólkuð af fjármálakerfinu og nú er jafnvel talað um að skattgreiðendur opni sjóði sína og verði í viðbragðsstöðu. Nei, frekar á að láta bankana fara á hausinn, hirða eigur þeirra í skaðabætur, jafnvel stinga inn sekum fjárglæframönnunum og stofna síðan banka í sameign almennings undir stjórn Alþingis og Seðlabankans, "eins og áður var."
Það má alls ekki undir neinum kringumstæðum taka risavaxin erlend lán með veðsetningu í striti íslensku þjóðarinnar um ókomin ár og áratugi! Hvílík ósvífni gagnvart niðjum vorum og föðurlandi - allt til þess eins að reyna að framlengja bílífi í banka- og fjárglæfra sukki!
Það verður að stöðva nú þegar það óráð, svindl og svínarí sem hefur þróast undanfarna áratugi, þá sérstaklega undanfarin 20 ár, og reka íslenska þjóðafélagið sem þjóðarfjölskyldu á grundvelli þjóðrækni og þjóðarhagsmuna! Við erum fyrirl löngu búin að fá nóg af sjúklegri græðgi einstaklinga, sem virðast ófeimnir að stela sameignum þjóðarinnar í einkagróðaskyni og njóta í ofanálag til þeirra verka dyggilegrar aðstoðar landráðaríkisstjórnar! Slíkt fólk er svo gjörspillt og rangvillt að það mundi selja ömmu sína ef það teldi sig geta grætt nóg á því! - og jafnvel börnin sín enda hvað er það annað en að selja þau þegar skrifa á upp á veð á risaláni á þeirra kostnað?!!
Það er langur vegur frá þessum mannskap að því dugnaðarfólki sem stofnar sín fyrirtæki uppá eigin spýtur og ábyrgð, og þénar vel þegar vel gengur! Slíkt fólk þakka landsmen fyrir!
Kveðja,
Helgi
Eins mótsagnakennt og það kann að hljóma þá er allt annað ábyrgðarlaust en að láta bankana fara á hausinn ef til kemur. Fráleitt er að almenningur verði látinn blæða enn frekar þeim til hjálpar. Þannig standa þessi mál. Þjóðin hefur verið blóðmjólkuð af fjármálakerfinu og nú er jafnvel talað um að skattgreiðendur opni sjóði sína og verði í viðbragðsstöðu. Nei, frekar á að láta bankana fara á hausinn, hirða eigur þeirra í skaðabætur, jafnvel stinga inn sekum fjárglæframönnunum og stofna síðan banka í sameign almennings undir stjórn Alþingis og Seðlabankans, "eins og áður var."
Það má alls ekki undir neinum kringumstæðum taka risavaxin erlend lán með veðsetningu í striti íslensku þjóðarinnar um ókomin ár og áratugi! Hvílík ósvífni gagnvart niðjum vorum og föðurlandi - allt til þess eins að reyna að framlengja bílífi í banka- og fjárglæfra sukki!
Það verður að stöðva nú þegar það óráð, svindl og svínarí sem hefur þróast undanfarna áratugi, þá sérstaklega undanfarin 20 ár, og reka íslenska þjóðafélagið sem þjóðarfjölskyldu á grundvelli þjóðrækni og þjóðarhagsmuna! Við erum fyrirl löngu búin að fá nóg af sjúklegri græðgi einstaklinga, sem virðast ófeimnir að stela sameignum þjóðarinnar í einkagróðaskyni og njóta í ofanálag til þeirra verka dyggilegrar aðstoðar landráðaríkisstjórnar! Slíkt fólk er svo gjörspillt og rangvillt að það mundi selja ömmu sína ef það teldi sig geta grætt nóg á því! - og jafnvel börnin sín enda hvað er það annað en að selja þau þegar skrifa á upp á veð á risaláni á þeirra kostnað?!!
Það er langur vegur frá þessum mannskap að því dugnaðarfólki sem stofnar sín fyrirtæki uppá eigin spýtur og ábyrgð, og þénar vel þegar vel gengur! Slíkt fólk þakka landsmen fyrir!
Kveðja,
Helgi
Hér fyrir neðan er Grein Ragnars Önundarsonar hagfræðings í Morgunblaðinu, 27. ágúst 2008:
http://eyjan.is/blog/2008/08/27/bankarnir-eru-farsjukir-og-med-oradi/ OG http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/bl_grein.html?grein_id=1238358