Fara í efni

BANKAUMRÆÐA Á VILLIGÖTUM?

Kæri Ögmundur.
Það eru sumir sem sjá bara tvenna banka, ríkisbanka sem þarf að borga mikið með versus banka í einkaeigu sem hagnast um milljónatugi og skilar miklu í ríkiskassann. Er þessi umræða ekki svolítið á villigötum?
Bestu kveðjur,
Jón Þórarinsson

Þakka þér bréfið Jón. Jú, ekki er laust við að þessi umræða sé á villigötum. Til dæmis er það alrangt að ríkisbankarnir hafi notið ríkisstuðnings. Það gerðu þeir ekki. Landsbankinn fékk aðstoð ríkisins snemma á tíunda áratug síðustu aldar ef ég man rétt - en hver einasta króna var greidd til baka! Síðan hljóta menn að þurfa að skoða málin í stærra samhengi en iðulega er gert í umræðunni nú um stundir, horfa til þjónustuhlutverks fjármálastofnana við einstaklinga og byggðarlög og meta þessi mál með hliðsjón af löngu tímaferli svo fá megi raunsanna mynd. Staðreyndin mun vera sú að hagnaður bankanna kemur að helmingi til hér innanalands og er þar ekki síst um að ræða vaxtaterkjur og þjónustugjöld. Er ekki kominn tími til að lækka þessar álögur?
Kv.
Ögmundur