Fara í efni

BARA EKKI MERKEL!

Það er rétt hjá þér Ögmundur að viðbrögð þjóðarleiðtoga í Evrópu eru linkuleg við fréttum um að kanslarar og forsætisráðherrar hafi verið hleraðir af sjálfri „vinaþjóðinni", sjálfskipuðu gæsluríki frelsis og mannréttinda. Tilefnið er ærið til að bregðast við af miklu meiri ákveðni en gert er!
Átti frelsið sem Bandaríkjastjórn segist vera að verja, ekki m.a. að snúast um að vera ekki undir eftirliti stóra-bróður?
Einhvern tímann hefði verið slitið stjórnmálasamstarfi  við ríki sem hagar sér á þennan hátt. Ef Sovétríkin sálugu hefðu átt í hlut hefði alla vega nokkrum diplómötum verið vísað úr landi. Núna ályktar ESB um að hleranir séu góðar og nauðsynlegar í  baráttu gegn hryðjuverkamönnum - bara gjöra svo vel að hlera ekki Merkel.
Ég bíð spenntur eftir svörum frá Bandaríkjamnönnum við spurningunum sem þú réttilegaq vilt að íslenska ríkisstjórnin beini til Washington.
Jóel A.