Fara í efni

BEÐIST UNDAN AÐ SVARA?

Síðdegisútvarp Rásar 2 hefur í síðustu viku fjallað um vanefndir stjórnvalda á útgáfu á löglegri sjóferðabók samkvæmt ILO samþykkt 108, sem síðar var endurskoðuð og tók gildi sem ILO samþykkt 185. http://sigling.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2733   Málið mun heyra undir þitt ráðuneyti. Ég þykist hafa fyrir því vissu að þú hafir verið beðinn um að svara nokkrum spurningum í símaviðtal, en smeygt þér undan því. Gætir þú sagt okkur hvers vegna þú biðst undan spurningum um málið? Þess má geta að þessi samþykkt tók gildi hérlendis árið 1971 og endurskoðuð útgáfa lögð fyrir þingið 2004-2005. Í þessum mánuði lenti Íslenskur farmaður síðast í vandræðum vegna vanefnda ykkar í að gefa út löglega sjóferðabók fyrir sjómenn. Er einhvers (annars en þetta vanalega svar "Málið er í athugun hjá starfshópi") að vænta frá ykkur áður en upphafleg undirskrift nær hálfrar aldar afmæli? Telur þú ekki að nóg hafi verið fundað og er ekki kominn tími til að bretta upp ermar og gera eitthvað í málinu? Með bestu sjóferðar-jólabókar kveðju!
Farmaður 

Þakka þér bréfið þótt heldur sé tónninn afundinn. Það er rétt hjá þér að athygli mín var vakin á þessu máli fyrir fáeinum dögum og hef ég óskað eftir greinargerð um það sem er forsenda upplýstar aðkomu minnar. Ég hef ekki smeygt mér undan einu að neinu heldur vil ég einfaldlega vita hvað ég er að tala um áður én ég tjái mig. Skrifstofustjóri frá ráðuneytinu svaraði RÚV í vikunni sem leið og gerði það prýðilega. Það er ósatt hjá þér að ég biðjist undan spurningum en ég svara ekki samkvæmt fyrirmælum heldur þegar ég hef kynnt mér málin.
Ögmundur