BESTA RÁÐNING Í HEIMI?
Ráðning Más í seðlabankann er besta ráðning í heimi ef marka má orð forsætisráðherra. Aldrei fyrr hefur verið staðið jafnvel að ráðningu svo vitað sé til í forsætisráðuneytinu. Orð ráðherrans lýsa þessu best: „Það hefur aldrei nokkurn tíma að því er ég best veit verið staðið eins faglega að ráðningu og í tilfelli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra" Alveg er það magnað að besta ráðning í heimi feli í sér að launþegi telji að á sér hafi verið brotið og ekki staðið við umsamin ráðningarkjör ári eftir ráðninguna. Nú er Már sennilega enginn asni. Maður spyr sig því hver var niðurstaða samtals sem fékk hann til að senda forsætisráðherra landsins tölvupóst með vangaveltum um mögulegt tekjutap sem hann gæti orðið fyrir við að taka starfinu. Hann gekk raunar lengra og sagðist myndu draga umsókn sína til baka ef ekkert yrði að gert. Jóhanna hafði ekkert fyrir því að svara þessum póstum heldur réð manninn bara í vinnu. Þetta er ennþá besta ráðning sem sögur fara af í forsætisráðuneneytinu.
Árni V.