BIEDERMANN OG BRENNUVARGARNIR
02.12.2009
Það skortir á það að stjórnin gangi fram af meiri vaskleika. Það er óþolandi að fulltrúar fjármálahrunsins, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, ráði ferðinni á þingi aftur og aftur. Það er eins og þessum flokkum nægi það ekki að sjá þjóðina liggjandi reyna rísa á fætur heldur verða þeir að sparka í hana aftur og aftur. Þetta verður stjórnin að stöðva og keyra sín mál áfram. Stjórnin er á réttri leið í allri málefnavinnu en undalátssemin er full mikil og hún verður að hætta að rétta brennuvörgunum eldspíturnar. Það má ekki gerast að bensínstöð verði forsætisráðherra yfir Íslandi, ekki á næstunni alla vega, því þá verða engar framfarir og þá verður spilligin ekki afhjúpuð.
Natan