Fara í efni

BJÖRGUM OKKUR SJÁLF

Heyr, heyr! Þrjú mestu áföllin eru fyrir utan siðleysið: 1. Að seðlabankinn tók ekki veð í útlánum bankanna eins og aðrir seðlabankar gerðu. Tap upp á um 300 milljarða. 2. Að ákveðið var að greiða inn í peningamarkaðssjóðina þrátt fyrir að flestir þar inni væru að hámarka arðsemi með meiri áhættu en að liggja með peninga á venjulegum bókum. Þar var tap upp á 200 milljarða. 3. Er svo spurningin um Icesave. NB. Evrópubankinn mun ekki bjarga okkur þó svo að ESB sinnar telji svo vera. Þar verður ekkert lánað án þess að það kosti mikið á móti skv. óformlegu spjalli við AGS mann. Björgum okkur sjálf. Finnum út hverjar skuldirnar eru. Bjóðum lánadrottnum það sem við veljum að verja ekki og verjum hitt með innlendu fjármagni ef eitthvað er eftir í sjóðum landsmanna. Svo er annað - ef lífeyrissjóðir eiga að lána Landsvirkjun þá vill alþjóð sjá að það sé farið fram á að það sé gert með ábyrgum hætti þ.e. að setja skýr skilyrði um að það sé notað til að lengja í lánum en ekki til nýframkvæmda og að skipt sé um stjórn í Landsvirkun og leynd aflétt. Allt upp á borðið - fyrr getum við ekki og eru ekki til í að læra eða fær um að takast á við nýtt og betra líf.
kv.
Áslaug