Fara í efni

BÖRN FÁI AÐ VERA BÖRN

Ágæti Ögmundur.
Hvað er brýnast nú í málefnum þjóðarinnar. Er það kosningaréttur barna? Væri ekki hepplegra að berjast fyrir því að börn fái t.d. viðunandi heilbrigðisþjónustu og félagslega þjónustu sem þau þurfa á að halda. Eigum við ekki að leyfa þeim að vera börn sem lengst? Ég held að það sé meiri þörf á að gæta réttinda þeirra. T.d. væri ágætt að koma þeirri reglu á að þau þurfi ekki að fara í greiningu á BUGL til að fá lengri próftíma, það ætti einhver fagaðili innan skóla hvers barns að geta metið. Að barnarverndarmálin séu í lagi og að börn finni að fullorðna fólkið beri ábyrgð á þeim og axli hana. Því bið ég ykkur, please! að hafa félags-, heilbrigðis- og menntunarmálin á oddinum hjá Vinstri grænum gagnvart börnum en látum hina flokkana um að poppa upp svona mál eins og kosningarétt barna.
Ég veit að börn Vinstri græna eru auðvitað svo merkileg og vel gefin að foreldrum þeirra finnst að þau eigi að fá allt sem fyrirfinnst helst í gær, en vegna þess að við erum ekki ein í þjóðfélaginu þá bið ég að það sé tekið tillit til heildarinnar og hafa það að leiðarljósi að við eigum að bera virðingu fyrir börnum. Við eigum að skipta okkur af börnum en fyrst og fremst eigum við að vernda æskuna og það gerum við með því að börn fái að vera börn sem lengst, ekkert komi fyrir þau sem ljótt er eða vont, það þurfum við vernda.
Sigríður K.