BROTIN ÁLEGG Í LÍFSAFKOMU-KÖRFU
Sæll Ögmundur .
Þakka góðan og upplýstan þátt á Bylgjunni í gærmorgun 23. júní um ástand þjóðmála og Icsafe. Mér fannst afar athyglivert að heyra þig segja að þjóðréttarfræðingar hafi metið stöðuna svo að minnisblað fyrri ríkisstjórnar hafi ekki verið bindandi fyrir núverandi stjórn, sem gengur þvert á yfirlýsingar fjármálaráðherrans í sölum Alþingis að enginn annar kostur hafi verið í stöðunni nema að semja? Núverandi ríkisstjórn hafði alla ásana í hendi sér þegar Neyðarlögin voru sett á þjóðina og allar vinveittar þjóðir sneru bakinu í okkur og okkur stillt upp að vegg galeiðunnar. Í þeirri stöðu hefðum við með samstilltu átaki sent bréf í aðalstöðvar Nato um yfirvofandi úrsögn úr bandalaginu þar sem enga aðstoð væri þar að fá og hleypt þar með af stað jarðskjálfta í höfuðstöðvunum Nato og jafnvel enn meiri ef við hefðum rætt við Rússa eina um aðstoð bæði í loftrýmisgæslu og hugsanlega lendingarheimildir fyrir vélar þeirra hér á landi. Þetta hefði kostað mega jarðskjálfta gert að engu stöðuleika Evrópuþjóða og hugsanlega afskipta Bandaríkjamanna að málinu um að semja við okkur í staðinn. Við hefðum sennilega getað tekið upp dollar yfir nótt sem viðskiptamynt með stuðningi Seðlabanka USA í stað trilljóna dollara kostnaði allra hinna þjóðanna í varnir ef Rússum hefði verið boðin aðstaða hér. Það skal viðurkennt að þetta er langsótt hugsun en hvað skulu menn gera sem stillt er upp við vegg með byssukjöftum nánast?
Við skulum heldur ekki gleyma því að Rússar brauðfæddu þjóðina í áratugi í vöruskiptum sem ekki bar blett á og ekkert segir að þeir hefðu ekki keypt allar okkar afurðir í skiptum fyrir aðstöðu hér þó ekki væri nema lendingaraðstaða án varnarstöðvar. Þetta er eflaust enn langsóttara en eftir lestur Fréttablaðsins í dag um að álverin skili ekki öllum gjaldeyri inn í hagkerfið hér heldur braski með krónur ytra á undanþágu hjá Seðlabankanum skilur maður að þjóðin lifir ekki á brotnum eggjum í lífsafkomukörfunni en fiskurinn og ferðaþjónustan haldi þjóðinni á floti. Þessar undanþágur eru okkur dýrar og gætu grafið algjörlega undan lífsafkomu okkar og ber að breyta strax.
Þór Gunnlaugsson