BRUNARÚSTIR SJÁLFSTÆÐIS-FLOKKSINS MEÐ KVERKATAK Á ÞJÓÐINNI
Það er heldur dapurlegt að lesa ummæli forsætisráðherra um hvernig komið sé fyrir þjóðinni á hans vakt og sérmenntaður hagfræðingur í þokkabót og ekkert minntist hann á að hann væri á förum úr ríkisstjórn. Ekkert hefur enn skeð á hans vakt. Allir við störf í nýju bönkunum sem tóku þátt í gerningum þeirra gömlu en engar breytingar yfir höfuð fyrirhugaðar í stjórnkerfinu og þessu á að troða niður um kok landsmanna. Bankamálaráðherrann hefur heldur ekki innkallað luxusbílana sem eru nú í eigu ríkisbankanna eða gefið fyrirmæli til stjórna þeirra um það. Það þarf að hreinsa til í öllum bankaráðunum og hafa hlutfall kvenna þar inni 60% hið minnsta til þess að koma einhverju vitrænu í verk hjá bönkunum. Hafi Forsætisráðherra gleymt þorláksmessuslagnum 1968 ætti hann að fá sagnfræðinga til að upplýsa sig um það úr því að hann hlustar ekki á raddir fólksins um að öll ríkisstjórnin fari frá völdum. Hann hefur heldur ekki gert grein fyrir því af hverju hann vísaði á dyr nýráðnum sérfræðingi í fjármálum sem fór úr stóli bankastjóra til að rétta honum hjálparhönd og hann hefur heldur ekki upplýst þjóðina af hverju samningafundum við Breta sé haldið áfram undir hryðjuverkalögum þeirra sem ekki hefur verið aflétt þrátt fyrir bréfaskriftir hans. Hann hefur haft 102 daga en gerir ekkert til að hrella einkavinavæðinguna sem verður flokknum dýrkeypt og enginn er að leita uppi vanskil á afurðarsölum ytra eða beita viðurlögum og spurning hvers vegna. Hefur einhver ráðherranna haft samband við Norðmenn til samningaviðræðna við þá um að taka upp norska krónu með seðlabanka þeirra til þrautavara og breyta okkar lögum að þeirra enda liggja hagsmunir þessara þjóða beint saman. Þetta er hægt að gera á 30 dögum og rétt að bretta upp ermar strax og gleyma bara ESB og halda hér frið sem og þar í landi. Við munum einungis greiða þá 19 milljarða úr ábyrgðarsjóði eins og lög gerðu ráð fyrir og restina geta kröfuhafar sótt í þrotabúin. Það er nægilegt að hafa 1 banka hér á landi og sparisjóðina, loka strax fjármunaleigufyrirtækjum sem einungis koma fólki og fyrirtækjum á kaldan klaka eins og dæmin sanna.
Þór Gunnlaugsson