BURT MEÐ NAUÐUNGAR-SKULDIR -- EKKI VELFERÐAR-SAMFÉLAGIÐ
Mikið er talað um nauðsyn á sparnaði og talað um að "gatið" á fárlögum verði á bilinu 35-50 milljarðar fyrir 2010. Minna er talað um að áætluð vaxtagjöld á þessu ári eru í fjárlögum metin á tæpa 90 milljarða. Vextir hafa á þessu ári tífaldast á tímabilinu jan feb úr 0,7 milljörðum í 7 milljarða.
90 milljarðar í vaxtagreiðslur á einu ári. Það er nefnilega það. Þá er ekki tekið inní lánalínur AGS sem enginn fær að vita hvort eru í notkun né heldur IceSave skuldir sem við sleppum áreiðanlega ekki frá án þess að greiða vexti.
En 90 milljarðar eru líka alveg nóg í bili og þá spyr maður sjálfan sig: Þeir ellefu hundruð milljarðar sem eru skráðir sem áætluð lán í árslok 2009 (væntanlega án AGS og Icesave þó það komi ekki fram frekar en annað), eru flokkaðir sem:
a) Innlend lán ca. 400 milljarðar (ekki er gefin nákvæm tala og og ekki sagt hverjir eiga þessar skuldir)
b) Erlend lán ca. 80 milljarðar (heldur engin skýring)
c) Erlend lán vegna gjaldeyrisforða ca. 200 milljarðar (engin skýring á hver á skuldina)
d) Skuldabréf SÍ vegna tapaðra veðlána c.a 300
c) Lántaka vegna eiginfjárframlags til banka ca. 100 milljarðar (engin skýring á því hvernig á fjármagna)
Að auki erum við síðan nú þegar í ábyrgðum uppá 2500 milljarða (þar með talin Íbúðalánasjóður, Landsvirkjun, Icesave og AGS). Eitthvað af þessu mun falla á ríkissjóð fyrr eða síðar. Sennilega fyrr. Vextir af AGS og Icesave lánum virðast ekki vera með í yfirliti fjármálaráðuneytis.
Er ekki rétt að með því að eyða meiri kröftum í að lækka skuldir, lækka ábyrgðir, semja niður vexti og yfirleitt sýsla með þessa 3600 milljarða sem taldir eru að ofan (við höfum náttúrlega ekki minnst á skuldir sveitarfélaga, OR, HS osfrv.), værum við á réttari leið en djöflast í sjúklingum og skattahækkunum?
Hreinn K