Davíð fellur á lýðræðisprófi
03.06.2004
Forsætisráðherra þjóðarinnar kom fram í Kastljósi í köld. Hann tifaði á því að forsetinn væri að fara fram gegn þinginu. Ekki hvarflaði að honum að forsetinn væri að fara fram með þjóðinni. Ólafur Ragnar er aukaatriði í þessu máli. Lykilhlutverki gegnir þjóðin og lýðræðið. Gegn hvoru tveggja, lýðræðinu og þjóðinni gengur forsætisráðherrann. Hvílík lágkúra. En nú eru þeir búnir að ræða saman Davíð og Halldór. Þeir eru sammála segir Davíð. Er þá ekki allt klappað og klárt? Er niðurlæging Framsóknar virkilega orðin þessi?
Hafsteinn Orrason