EB ÚT AF BORÐINU!
Sæll Ögmundur minn kæri.
Allmörgum sinnum þessa vetrar hefi ég sent á þig og skorað á, að víkja nú þegar af leið hvað varðar umsóknaraðildina að EB. Hroðalegri handvömm veit ég trauðla ef áfram skal sogast inn í vangaveltur að tarna. Treysti þér til að halda þér og þínum vakandi varðandi áframhald málsins. Þykir ömurlegt uppá að horfa hvernig herforingjaráðið fagnaði endurkomu Guðfríðar Lilju til leiks á vetvangi stjórnmálanna. Skömm mikil og yfirklórið sem á eftir fylgdi ekki til að auka hróður viðkomandi, hreinn fasismi í anda Musso.
Kanske var það hugmyndin að vera á undan að sparka í Lilju enda ekki ósennilegt að hún hygði á brottför úr einingarsamfélaginu.
Nú þarf að fara að huga að þeim málum sem ég hef áður vikið að, nefnilega endurnýjun forystu VG. Það er ekki seinna vænna en nú þar sem jú framundan eru kosningar. Þá er gott að vera með málaflokkana á hreinu og þá vil ég meina að menn meini það að styðja ekki við aðild að EB, því að með nei við EB er ávísun á góða útkomu.
Kveðja,
Óskar K Guðmundsson, fisksali