Fara í efni

Efnahagsþvinganir



Sæll. Er fræðilegur möguleiki að BNA hefðu beitt einhverjum efnahagslegum þvingunum á Íslendinga ef ríkisstjórn landsins hefði ekki lagt blessun sína á yfirvofandi árás Rambush á Írak?
Grétar 

Sæll Grétar.
Reynslan sýnir að Bandaríkjamenn verðlauna og refsa ríkjum eftir atvikum. Það er ömurlegt ef Íslendingar hugsa samkvæmt þeirri formúlu. En ég held því miður að þessi hugsun sé alltaf til staðar í huga þeirra sem hér fara með völdin. Gæti það hent að Bandaríkjastjórn taki ákvörðun um að draga úr umsvifum á Keflavíkurflugvelli? Þannig hafa sumir íslenskir Nató-áhangendur spurt þótt því fari fjarri að það eigi við um alla.Hvað Bandaríkjastjórn áhrærir þá hugsar hún fyrst og síðast um eigin hagsmuni en vel gæti verið að hún gerði eitthvað fyrir Íslendinga aukreitis ef þeir eru þægir. Mér sýnist á ýmsu að bæði Bandaríkjastjórn og sú íslenska hugsi stundum á þessum brautum.
Kveðja,Ögmundur